Ostabúðinni á Skólavörðustíg hefur verið lokað fyrir fullt og allt.
Þetta kemur fram á vefsíðunni Veitingageiranum. Þar er haft eftir Jóhanni Jónssyni, matreiðslumeistara og eiganda búðarinnar, að nóg hafi verið að gera, en samt hefði þurft að fylla í fleiri sæti.
Rekstrarkostnaður staðarins hafi einfaldlega verið orðinn of mikill og forsendur fyrir lágu vöruverði því brostnar. Þeim 15 sem störfuðu hjá Ostabúðinni var tilkynnt um lokunina á fundi nú í morgun.
Staðurinn hóf rekstur árið 2000 og var þekktur fyrir einstaklega breitt úrval osta og annars varnings, auk þess sem staðurinn bauð upp á hádegismat. Á vormánuðum 2015 opnaði Jóhann veitingastað við hlið Ostabúðarinnar. Sá tók um 50 manns í sæti og bauð upp á kvöldmat.
Nú hefur öllum rekstri staðarins verið hætt.
Ostabúðin á Skólavörðustíg hættir rekstri
Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent


Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent


Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent
