Sala á skotheldum skólatöskum eykst í kjölfar skotárása Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2019 14:06 Sala á skotheldum skólatöskum tekur iðulega kipp í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. Deilt er um áhrif og virkni tasknanna og fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu sína. Söluaukningin er talin stafa af því að senn líður að skólasetningu og margir foreldrar í landinu séu uggandi yfir þeim fjölda skotárása sem orðið hafa í skólum í Bandaríkjunum. Þeir leiti allra leiða til þess að tryggja öryggi barna sinna þar sem þeim finnist bandarískir stjórnmálamenn ekki hafa brugðist við þeim fjölda skotárása sem hefur átt sér stað í landinu.CNN hefur eftir þremur fyrirtækjum sem framleiða skotheldar skólatöskur, Guard Dog Security, Bullet Blocker og TuffyPacks, að sölutölur hafi farið upp um tvö til þrjú hundruð prósent í kjölfar árásanna, sem áttu sér stað 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Steve Naremore, forstjóri TuffyPacks, sagði í samtali við CNN að sala á skotheldum töskum ykist alltaf í kjölfar skotárása sem fara hátt í fjölmiðlum. Til að mynda hafi söluaukningin í kjölfar fyrrnefndra árása verið um þrjú hindrið prósent.2019 in America. Disney-themed bullet-proof armour to put in your child's backpack. "This insert provides ballistic protection from handgun fire and can stop multiple rounds." When it comes to gun control, the country has collectively lost its mind. pic.twitter.com/7fmEtC7RJ2 — Mark Graham (@geoplace) August 6, 2019 Þrátt fyrir að fyrirtækin markaðssetji töskur sínar sem skotheldar er margt athugavert við þá framsetningu. Fyrirtækin hafa ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa auglýst vörur sínar sem skotheldar, án þess þá að hafa framkvæmd fullnægjandi próf, líkt og gert er þegar um er að ræða búnað lögreglu og herliðs. Þá hefur Yasi Sheikh hjá Guard Dog sagt að töskur frá fyrirtæki hans veittu takmarkaða vernd gegn sjálfvirkum rifflum, en notkun þeirra í skotárásum í Bandaríkjunum gerist æ tíðari. Einnig hafa sumir gagnrýnt þá stöðu sem uppi er í umræðunni um byssulöggjöf Bandaríkjanna með því að benda á fyrirtækin sem um ræðir og segja fáránlegt að fólk þurfi að gera ráð fyrir skotárásum þegar það verslar skólaföng fyrir börnin sín. Meðal þeirra er forsetaframbjóðandinn Kamala Harris. „Innkaupalistinn fyrir skólabyrjun ætti ekki innihalda skothelda skólatösku,“ er haft eftir Harris á Guardian. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Fyrirtæki á bandarískum markaði, sem selja meðal annars skothelda bakpoka og skólatöskur, hafa séð mikla aukningu í sölu í kjölfar skotárása í Bandaríkjunum. Nýverið létust 31 í árásum í El Paso, Texas og Dayton, Ohio. Deilt er um áhrif og virkni tasknanna og fyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu sína. Söluaukningin er talin stafa af því að senn líður að skólasetningu og margir foreldrar í landinu séu uggandi yfir þeim fjölda skotárása sem orðið hafa í skólum í Bandaríkjunum. Þeir leiti allra leiða til þess að tryggja öryggi barna sinna þar sem þeim finnist bandarískir stjórnmálamenn ekki hafa brugðist við þeim fjölda skotárása sem hefur átt sér stað í landinu.CNN hefur eftir þremur fyrirtækjum sem framleiða skotheldar skólatöskur, Guard Dog Security, Bullet Blocker og TuffyPacks, að sölutölur hafi farið upp um tvö til þrjú hundruð prósent í kjölfar árásanna, sem áttu sér stað 3. og 4. ágúst síðastliðinn. Steve Naremore, forstjóri TuffyPacks, sagði í samtali við CNN að sala á skotheldum töskum ykist alltaf í kjölfar skotárása sem fara hátt í fjölmiðlum. Til að mynda hafi söluaukningin í kjölfar fyrrnefndra árása verið um þrjú hindrið prósent.2019 in America. Disney-themed bullet-proof armour to put in your child's backpack. "This insert provides ballistic protection from handgun fire and can stop multiple rounds." When it comes to gun control, the country has collectively lost its mind. pic.twitter.com/7fmEtC7RJ2 — Mark Graham (@geoplace) August 6, 2019 Þrátt fyrir að fyrirtækin markaðssetji töskur sínar sem skotheldar er margt athugavert við þá framsetningu. Fyrirtækin hafa ítrekað verið gagnrýnd fyrir að hafa auglýst vörur sínar sem skotheldar, án þess þá að hafa framkvæmd fullnægjandi próf, líkt og gert er þegar um er að ræða búnað lögreglu og herliðs. Þá hefur Yasi Sheikh hjá Guard Dog sagt að töskur frá fyrirtæki hans veittu takmarkaða vernd gegn sjálfvirkum rifflum, en notkun þeirra í skotárásum í Bandaríkjunum gerist æ tíðari. Einnig hafa sumir gagnrýnt þá stöðu sem uppi er í umræðunni um byssulöggjöf Bandaríkjanna með því að benda á fyrirtækin sem um ræðir og segja fáránlegt að fólk þurfi að gera ráð fyrir skotárásum þegar það verslar skólaföng fyrir börnin sín. Meðal þeirra er forsetaframbjóðandinn Kamala Harris. „Innkaupalistinn fyrir skólabyrjun ætti ekki innihalda skothelda skólatösku,“ er haft eftir Harris á Guardian.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira