Dýr í útrýmingarhættu minna vernduð samkvæmt nýrri löggjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 17:53 Skallaörninn var í útrýmingahættu fyrir nokkrum árum síðan en stofninn hefur náð sér aftur á rétt strik. getty/Raymond Boyd Ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að breyta því hvernig löggjöf um dýr í útrýmingarhættu verði beitt. Þetta mun verða til þess að löggjöfin, sem meðal annars hefur hjálpað við að bjarga skallaerninum, grábirninum og ameríska krókódílnum frá útrýmingu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílumSjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættuAuk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu. Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag. Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum. Bandaríkin Dýr Loftslagsmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur ákveðið að breyta því hvernig löggjöf um dýr í útrýmingarhættu verði beitt. Þetta mun verða til þess að löggjöfin, sem meðal annars hefur hjálpað við að bjarga skallaerninum, grábirninum og ameríska krókódílnum frá útrýmingu. Frá þessu er greint á vef fréttastofu New York Times. Breytingarnar munu hamla því að loftslagsbreytingar verði teknar inn í myndina þegar verið er að meta hvort ákveðin dýrategund þurfi aukna vernd. Breytingarnar munu líklegast minnka svæði sem talin eru í hættu og í fyrsta sinn verða áhrif á efnahag tekin til greina við ákvarðanatöku.Sjá einnig: Trump afléttir banni við innflutningi á veiðiminjagripum úr fílumSjá einnig: Skógarbirnir í útrýmingarhættuAuk þess verður auðveldara að fjarlægja tegundir af útrýmingarhættu lista og verða tegundir í mögulegri útrýmingarhættu ekki jafn vel verndaðar sem gæti orðið til þess að þær verði í útrýmingarhættu. Líklegt er talið að reglurnar auðveldi að nýjar námur verði grafnar, borað verði eftir hráolíu og jarðgasi og byggt verði á svæðum þar sem verndaðar dýrategundir búa.Líffræðilegur fjölbreytileiki heldur gróðurhúsalofttegundum í skefjum David Bernhardt, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að breytingarnar á reglunum muni gera þær nútímalegri og auka gegnsæi á beitingu þeirra. „Til þess að löggjöfin hafi áhrif þarf framkvæmd hennar að vera skilvirk, samræmanleg og gegnsæ,“ sagði Bernhardt í tilkynningu á mánudag. Búist er við því að reglurnar muni taka gildi í næsta mánuði Umhverfisverndarhópar hafa lýst yfir mikilli óánægju með breytingarnar og hafa sagt þær vera stórslys fyrir viðkvæmar tegundir. Margir hópar hafa bent á að í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna er varað við því að áhrif manna á lífríkið munu verða til þess að meira en milljón tegundir deyi út. Þá sé mjög mikilvægt að gæta að líffræðilegum fjölbreytileika í von um að halda gróðurhúsalofttegundum í skefjum.
Bandaríkin Dýr Loftslagsmál Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira