„Sturluðumst af gleði þegar við komumst upp fyrir Serba“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2019 19:30 Ari Bragi, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi. mynd/stöð 2 Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum kom til landsins í dag eftir frækinn sigur í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. „Þetta var æðislegt. Okkur langaði svakalega að sjá hvað við gætum gert. Við vorum með ótrúlega mörg silfur á mótinu og í þeim greinum voru Serbarnir alltaf með gull. Þeir gerðu afdríkarík mistök í síðustu greininni þannig að þetta spilaðist upp í hendurnar á okkur,“ sagði spretthlauparinn Ari Bragi Kárason í samtali við Arnar Björnsson í Leifsstöð. Serbar komu fyrstir í mark í 4x400 metra boðhlaupinu en voru dæmdir úr leik. Íslendingar stukku því upp fyrir þá. Ísland fékk 430 stig í heildina en Serbía 427. „Það var ótrúleg stund. Við vorum búin að sjá að það var mjótt á munum fyrir síðustu grein en margt þurfti að gerast til að við myndum fara upp fyrir þá á stigum. Við vorum búin að aðskilja okkur frá hinum löndunum,“ sagði Ari Bragi um sigurstundina í gær. „Svo gerðu þeir mistök. Dómari á vellinum kærði, ekki Íslendingar, og það fór beint í gegn. Svo þegar við sáum það sturluðumst við af gleði því þá vorum við komin upp fyrir þá. Íslenskt landslið hefur aldrei unnið Evrópubikar áður.“ Ari Bragi hefur fulla trú á því að Íslendingar geti haldið sér í 2. deildinni. „Ekki spurning. Við erum með ofboðslega marga sem voru að keppa á sínu fyrsta móti á erlendri grundu. Næstum því helmingur liðsins hafði aldrei klæðst landsliðsbúningnum áður. En það skilaði gríðarlega flottum árangri og sýndi karakter í þessum aðstæðum,“ sagði Ari Bragi að endingu.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Í beinni: Barcelona - Real Sociedad | Börsungar gegn Böskum Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Ísland vann til gullverðlauna í Skopje og er komið upp um deild Ísland vann til gullverðlauna í 3. deild Evrópubikarkeppni landsliða sem fór fram í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland var í öðru sæti eftir fyrri daginn sem fór fram í gær. 11. ágúst 2019 19:31