Jörð varð hvít í Nýja Suður-Wales, Viktoríu og Queensland en hávetur er nú á suðurhveli jarðar, að sögn fréttavefsins News.com.au. Á annað þúsund óskir um aðstoð vegna snjókomunnar bárust yfirvöldum í Nýja Suður-Wales. Bíleigendur voru beðnir um að leggja fjarri trjám, halda sig frá föllnum rafmagnslínum og fylgjast með færð á vegum.
Á sauðfjárbýli nærri Goulburn í Nýja Suður-Wales, um þrjár klukkustundir vestur af Sydney, náðist hópur kengúra hoppa um í snjónum á myndbandi. Þar er yfirleitt þurrt og jörð skrælnuð af hita.
Not something you see every day in Australia. Kangaroos in the snow.#Wildoz #Kangaroos #Snow pic.twitter.com/ospCngUa98
— Stephen Grenfell (@stephengrenfel1) August 11, 2019