Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 13:34 Árásarmaðurinn var yfirbugaður af þremur meðlimum moskunnar áður en lögregla kom á vettvang. skjáskot Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Ungur maður, vopnaður haglabyssum og skammbyssum gekk inn í moskuna, sem er í úthverfi Óslóar í gær. Almennur borgari sem var þegar í moskunni náði að yfirbuga árásarmanninn og varð fyrir lítilsháttar meiðslum við það. Rune Skjold, aðalrannsóknarlögreglumaður í málinu, sagði að grunaði væri norskur að uppruna og hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Skjold bætti því við að maðurinn virtist aðhyllast „öfga-hægri“ skoðanir og væri andvígur innflytjendum. Hann hafi þá lýst yfir vorkunn sinni á Vidkun Quisling, sem var forsætisráðherra Noregs á meðan á hernámi nasista stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að grunaði hafi staðið einn að verki en þegar lögregla leitaði á heimili hans eftir árásina í gær fannst þar lík konu. Lögregla hefur staðfest að hún hafi haft tengsl við grunaða. Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar, sagði að aðeins þrír einstaklingar hafi verið inni í moskunni þegar árásin var framin. Þá sagði hann að einstaklingurinn sem slasaðist hafi verið 75 ára safnaðarmeðlimur moskunnar. Hann greindi frá því að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og skaut af byssunum,“ bætti hann við. Moskan hafði aukið öryggisgæsluna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrr á árinu, þar sem 51 einstaklingar létu lífið. Noregur Tengdar fréttir Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Ungur maður, vopnaður haglabyssum og skammbyssum gekk inn í moskuna, sem er í úthverfi Óslóar í gær. Almennur borgari sem var þegar í moskunni náði að yfirbuga árásarmanninn og varð fyrir lítilsháttar meiðslum við það. Rune Skjold, aðalrannsóknarlögreglumaður í málinu, sagði að grunaði væri norskur að uppruna og hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Skjold bætti því við að maðurinn virtist aðhyllast „öfga-hægri“ skoðanir og væri andvígur innflytjendum. Hann hafi þá lýst yfir vorkunn sinni á Vidkun Quisling, sem var forsætisráðherra Noregs á meðan á hernámi nasista stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að grunaði hafi staðið einn að verki en þegar lögregla leitaði á heimili hans eftir árásina í gær fannst þar lík konu. Lögregla hefur staðfest að hún hafi haft tengsl við grunaða. Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar, sagði að aðeins þrír einstaklingar hafi verið inni í moskunni þegar árásin var framin. Þá sagði hann að einstaklingurinn sem slasaðist hafi verið 75 ára safnaðarmeðlimur moskunnar. Hann greindi frá því að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og skaut af byssunum,“ bætti hann við. Moskan hafði aukið öryggisgæsluna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrr á árinu, þar sem 51 einstaklingar létu lífið.
Noregur Tengdar fréttir Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27
Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06