Tónleikagestir ánægðir með upplifunina þrátt fyrir langa bið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:09 Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Nýtt skipulag verður á tónleikum Ed Sheeran í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Nokkurrar óánægju gætti meðal gesta sem þurftu margir hverjir að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. Verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu að röðin langa hefði meðal annars skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í sætisröðinni. Í fréttatilkynningu frá Senu Live sem barst skömmu fyrir hádegi kemur fram að þegar ljóst var að röðin inn á standandi svæði tónleikanna í gær væri of hæg hafi verið tekið upp nýtt skipulag sem olli því að röðin gekk mun hraðar. Hið nýja skipulag verður við lýði í kvöld þegar hleypt verður inn á svæðið. Þá biðst Sena Live afsökunar á þeim óþægindum sem löng röð olli. Þeir sem fréttastofa náði tali af eftir tónleikana voru hæstánægðir með upplifunina. „Upplifunin var rosaleg, æðisleg. Hann spilaði öll lög sem ég átti von á að heyra. Í einu orði sagt, æðislegt,“ sagði Goði Már Daðason, tónleikagestur. Uppfyllti hann allar þínar væntingar? „Hvort hann gerði,“ sagði Goði Már. Myndir þú fara aftur? „Hvort ég myndi,“ sagði Goði Már. Fjölmargir nýttu sér þjónustu Strætó í gær en boðið var upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá Laugardalsvelli og að Kringlu fyrir og eftir tónleika. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum og tók um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Seinni tónleikar Sheeran fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Í myndbandinu að neðan má sjá stemninguna á LAugardalsvelli í gær. Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Nýtt skipulag verður á tónleikum Ed Sheeran í kvöld þegar fólki verður hleypt inn á tónleikasvæðið. Nokkurrar óánægju gætti meðal gesta sem þurftu margir hverjir að bíða í allt að tvo tíma eftir að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjanda í gær, en ansi löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið og greindu nokkrir tónlistargestir frá því að hafa beðið í nokkra klukkutíma til að komast inn á svæðið. Þegar röðin var sem lengst náði hún frá Laugardalsvelli, upp að Glæsibæ og að Álfheimum. Verkefnastjóri Senu Live sagði í samtali við fréttastofu að röðin langa hefði meðal annars skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í sætisröðinni. Í fréttatilkynningu frá Senu Live sem barst skömmu fyrir hádegi kemur fram að þegar ljóst var að röðin inn á standandi svæði tónleikanna í gær væri of hæg hafi verið tekið upp nýtt skipulag sem olli því að röðin gekk mun hraðar. Hið nýja skipulag verður við lýði í kvöld þegar hleypt verður inn á svæðið. Þá biðst Sena Live afsökunar á þeim óþægindum sem löng röð olli. Þeir sem fréttastofa náði tali af eftir tónleikana voru hæstánægðir með upplifunina. „Upplifunin var rosaleg, æðisleg. Hann spilaði öll lög sem ég átti von á að heyra. Í einu orði sagt, æðislegt,“ sagði Goði Már Daðason, tónleikagestur. Uppfyllti hann allar þínar væntingar? „Hvort hann gerði,“ sagði Goði Már. Myndir þú fara aftur? „Hvort ég myndi,“ sagði Goði Már. Fjölmargir nýttu sér þjónustu Strætó í gær en boðið var upp á gjaldfrjálsar strætóferðir frá Laugardalsvelli og að Kringlu fyrir og eftir tónleika. Að sögn upplýsingafulltrúa strætó voru 40 vagnar notaðir í kringum tónleikana til að koma fólki frá vellinum og tók um klukkustund að tæma Laugardalinn í gær. Seinni tónleikar Sheeran fara fram á Laugardalsvelli í kvöld. Í myndbandinu að neðan má sjá stemninguna á LAugardalsvelli í gær.
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00 Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00 Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29 Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38 Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02 Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Fleiri fréttir Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Sjá meira
Svona var stemmningin í Laugardalnum augnablikum áður en Ed Sheeran steig á stokk Enski hjartaknúsarinn og tónlistamaðurinn Ed Sheeran stígur á stokk á fyrri tónleikum sínum á Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:00
Vinsældir Ed Sheeran megi rekja til þess hve vingjarnlegur hann er Uppselt er á fyrri tónleika Ed Sheeran sem fara fram í kvöld, en tónleikarnir eru sagðir þeir stærstu í Íslandssögunni 10. ágúst 2019 13:00
Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld. 11. ágúst 2019 11:29
Röðin inn á tónleika Ed Sheeran náði að Glæsibæ Röðin inn á tónleika breska tónlistarmannsins Ed Sheeran teygir sig frá Laugardalsvelli og alla leið út að Glæsibæ, og jafnvel lengra, eða vel rúman kílómetra. 10. ágúst 2019 19:38
Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið. 11. ágúst 2019 01:02
Mikil röð fyrir utan Laugardalsvöll vegna Ed Sheeran tónleikanna Tónleikar Ed Sheeran verða vel sóttir í kvöld en búast má við hátt í 30 þúsund gestum á tónleikasvæðinu. 10. ágúst 2019 13:26