Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:15 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins var utanríkisráðherra þegar minnisblöð um leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann voru lagðar til í utanríkisráðuneytinu. Fréttablaðið/Ernir Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson. Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi. Forysta Miðflokksins hefur beitt sér fyrir því að Þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur hér á landi. Í ályktun flokksins frá flokksráðsfundi 2018 kemur að innleiðing hans feli í sér fullveldisframsal. Gunnar Bragi Sveinsson varaformaður Miðflokksins var utanríkisráðherra Framsóknarflokksins í ríkisstjórn Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar á árunum 2013 til 2017.Úr minnisblaði Utanríkisráðuneytisins 23. febrúar 2015.Í ráðherratíð Gunnars Braga voru unnin þrjú minnisblöð í utanríkisráðuneytinu um Þriðja orkupakkann fyrir utanríkismálanefnd Alþingis þar sem er leitað lausna fyrir Ísland varðandi tilskipun Evrópusambandsins um samstarfsstofnun orkueftirlitsaðila á orkumarkaði eða ACER um að framfylgja stefnu sambandsins á orkumarkaði. Í aðlögunartexta kemur fram að eftirlitsyfirvöld í EFTA- ríkjunum muni taka þátt í stjórn ACER sem sjái um eftirlit á orkumarkaðií ríkjum Evrópubandalagsins en ekki hafa atkvæðisrétt. Því þurfi að að koma á fót stjórn eftirlitsaðila í EFTA- ríkjunum og sú stjórn taki ákvarðanir sem bindi eftirlitsyfirvöld í þeirra löndum. Meginreglan verði að sú stjórn tæki bindandi ákvörðun gagnvart EFTA- ríkjunum þar sem ACER hefði haft valdheimildir til að taka bindandi ákvarðanir gagnvart aðildarríkjum ESB. Þannig geti bindandi ákvarðanir einnig tekið til EFTA- ríkjanna. Fram kemur að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir ACER ekki við hér á landi heldur eingöngu þegar raforka sé flutt yfir landamæri. Ef ákvörðun ACER myndi snúa að Íslandi myndi virkjast tveggja stoða fyrirkomulag þannig að ACER tæki aldrei eitt og sér ákvörðun gagnvart Íslandi.Bjarni Benediktsson segir málflutning forystumanna Miðflokksins ekki standast skoðun.Um það sagði Bjarni Benediktsson á fundi Sjálfstæðismanna í Valhöll í gær. „Sá sem bar ábyrgð á utanríkisráðuneytinu og öllum þeim minnisblöðum þar sem fram kom að þetta mál væri í lagi þegar við lagi sóttum eftir því að það fái grænt ljós, koma núna og segja: „Þetta mál verður að fá rautt ljós og hvar eru öll minnisblöðin?“ Þetta stenst enga skoðun,“ segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Facebook síðu sinni í gær að ríkisstjórn hans hefði ekki innleitt þriðja orkupakkann. Sigmundur svaraði ekki skilaboðum fréttastofu í morgun og ekki náðist í Gunnar Braga Sveinsson.
Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira