Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. ágúst 2019 08:48 Leitarfólk kemur til með að leita á landi og á vatni. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Engar frekari vísbendingar hafa fundist um mannaferðir en leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í gærkvöldi. Mikill öldugangur í vatninu hefur reynst björgunarmönnum erfiður. Steingrímur Jónsson í svæðisstjórn björgunarsveita segir í samtali við Vísi að um klukkan níu fari leitin aftur af stað. Lagt sé upp með að björgunarfólk gangi hringinn í kring um vatnið. Þá verði einnig nokkrir harðbotna bátar á vatninu sem notaðir verða við leitina. Steingrímur segir nokkra tugi fólks hafa tekið þátt í leit gærdagsins og gerir ráð fyrir svipuðum tölum leitarfólks í dag, eða um sextíu manns. Mikill öldugangur í Þingvallavatni hefur gert leitarmönnum á bátum erfitt fyrir, en Steingrímur segir lítið sem ekkert hafa dregið úr þeim öldugangi. Aðstæður séu með svipuðu móti og í gær, ögn hvassara. Áætlað er að taka einn hring umhverfis vatnið á landi og vatni. Eftir það verður staðan endurmetin eftir aðstæðum og næstu skref leitarinnar ákveðin, ef þurfa þykir. Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 „Enginn friður“ fyrir ölduganginum í vatninu Hlé hefur verið gert á leitinni við Þingvallavatn sem blásið var til á fimmta tímanum í dag þegar lítill bátur fannst á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 22:52 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Engar frekari vísbendingar hafa fundist um mannaferðir en leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu í gærkvöldi. Mikill öldugangur í vatninu hefur reynst björgunarmönnum erfiður. Steingrímur Jónsson í svæðisstjórn björgunarsveita segir í samtali við Vísi að um klukkan níu fari leitin aftur af stað. Lagt sé upp með að björgunarfólk gangi hringinn í kring um vatnið. Þá verði einnig nokkrir harðbotna bátar á vatninu sem notaðir verða við leitina. Steingrímur segir nokkra tugi fólks hafa tekið þátt í leit gærdagsins og gerir ráð fyrir svipuðum tölum leitarfólks í dag, eða um sextíu manns. Mikill öldugangur í Þingvallavatni hefur gert leitarmönnum á bátum erfitt fyrir, en Steingrímur segir lítið sem ekkert hafa dregið úr þeim öldugangi. Aðstæður séu með svipuðu móti og í gær, ögn hvassara. Áætlað er að taka einn hring umhverfis vatnið á landi og vatni. Eftir það verður staðan endurmetin eftir aðstæðum og næstu skref leitarinnar ákveðin, ef þurfa þykir.
Björgunarsveitir Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Tengdar fréttir Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22 Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28 „Enginn friður“ fyrir ölduganginum í vatninu Hlé hefur verið gert á leitinni við Þingvallavatn sem blásið var til á fimmta tímanum í dag þegar lítill bátur fannst á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 22:52 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Fundu bakpoka í flæðarmálinu Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir. 10. ágúst 2019 20:22
Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 18:28
„Enginn friður“ fyrir ölduganginum í vatninu Hlé hefur verið gert á leitinni við Þingvallavatn sem blásið var til á fimmta tímanum í dag þegar lítill bátur fannst á floti í vatninu. 10. ágúst 2019 22:52