Ísland í öðru sætinu í Skopje: Fjögur gull og sex silfur á fyrri deginum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2019 20:33 Ásdís vann öruggan sigur í spjótkasti. mynd/frí Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig. Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Í beinni: Afturelding - KA | Langt frá síðasta sigri Mosfellinga Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Rut barnshafandi Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum „Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“ „Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“ Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira