Innlent

Fullt út úr dyrum í Val­höll

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fullt er út úr dyrum í Valhöll.
Fullt er út úr dyrum í Valhöll. vísir/berghildur erla
Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum.

Bjarni Benediktsson situr fyrir svörum.vísir/Berghildur Erla
Talsverð eftirvænting var hjá flokksmönnum þegar fundurinn hófst en líklegt er að þriðji orkupakkinn verði ræddur á fundinum þó að hann hafi ekki verið efndur sérstaklega til þeirrar umræðu. Hópur flokksmanna hefur efnt til undirskriftasöfnunar um atkvæðagreiðslu meðal flokksbundinna sjálfstæðismanna þar sem fólk er hvatt til að kjósa um þriðja orkupakkann.

vísir/berghildur erla
Ekki er sæti fyrir alla fundargesti á fundinum og mun fundurinn líklega standa nokkuð lengi. Hann er hluti af fundaröð þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem fór hringinn í kring um landið fyrr á árinu.

vísir/berghildur erla
Fullt er út úr dyrum og ekki sæti fyrir alla á fundinum.vísir/berghildur erla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×