Að duga eða drepast í Laugardalnum Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2019 11:30 Hörður Axel og Ragnar ræða málin á æfingu í gær. Fréttablaðið/Ernir Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Eftir naumt tap Íslands fyrir Portúgal í vikunni er landsliðið komið í þá stöðu að það má varla við því að tapa öðrum leik í riðlakeppninni ef Strákarnir okkar ætla sér áfram á næsta stig undankeppninnar. Efsta lið riðilsins fær þátttökurétt í umspilinu fyrir EuroBasket 2021 og er Ísland að reyna að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð en með ósigri í dag eru örlögin ekki lengur í höndum íslenska liðsins. Þetta er í níunda skipti sem Ísland mætir Sviss og hefur Ísland til þessa unnið tvisvar, síðast í undankeppni EuroBasket 2017 á heimavelli þar sem liðið lék á als oddi. Íslenska liðið fékk ekki langan tíma til endurhæfingar eftir grátlegt tap fyrir Portúgal í vikunni á meðan Sviss hefur fengið heila viku til að undirbúa þennan leik. „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við vorum búnir að undirbúa gögn um svissneska liðið og höfum verið að fara yfir það þó að auðvitað væri maður til í meiri tíma,“ segir Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, hreinskilinn spurður út í undirbúningstímann á milli leikja. „Við þurftum að hætta undir eins að hugsa um þennan tapleik í Portúgal. Við eigum möguleika á því að vinna hérna heima og þá er allt jafnt í riðlinum. Auðvitað voru menn vonsviknir eftir leikinn í Portúgal þar sem hlutirnir duttu ekki með okkur í lokasókninni, þetta er annað árið í röð sem við töpum með minnsta mun úti í Portúgal en spilamennskan var góð. Það komu mistök en heilt yfir léku menn vel og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum og við gerðum allt sem við ætluðum okkur þótt það hafi ekki dugað til.“ Stærsta verkefni Íslands er að stöðva Clint Capela, miðherja Sviss sem leikur með Houston Rockets og var með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í NBA-deildinni síðasta vetur en Craig minnti á Sviss væri einnig með öflugar skyttur. „Clint er frábær í því sem hann gerir auk þess sem það eru öflugir leikmenn á vængjunum, góðar skyttur sem við þurfum að hafa góðar gætur á,“ segir Craig. Það er því ærið hlutverk sem bíður miðherja íslenska liðsins að stöðva Capela í teig íslenska liðsins. „Hann er frábær í vaggi og veltu (e. pick and roll) og frábær í kringum körfuna en hann vill helst vera sem næst körfunni. Hann er ólíkur mörgum af evrópsku miðherjunum sem vilja jafnvel draga sig út fyrir þriggja stiga línuna,“ segir Hlynur Bæringsson sem er orðinn vanur því að mæta leikmönnum á þessu getustigi eftir að hafa farið tvívegis í lokakeppni EuroBasket. „Maður er aðeins búinn að venjast þessu þótt það sé spennandi að takast á við leikmann sem er að spila með einu af bestu liðum NBA-deildarinnar. Hún dofnar kannski aðeins með árunum, spennan við að takast á við þessar stjörnur,“ segir Hlynur glottandi. Körfubolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Eftir naumt tap Íslands fyrir Portúgal í vikunni er landsliðið komið í þá stöðu að það má varla við því að tapa öðrum leik í riðlakeppninni ef Strákarnir okkar ætla sér áfram á næsta stig undankeppninnar. Efsta lið riðilsins fær þátttökurétt í umspilinu fyrir EuroBasket 2021 og er Ísland að reyna að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð en með ósigri í dag eru örlögin ekki lengur í höndum íslenska liðsins. Þetta er í níunda skipti sem Ísland mætir Sviss og hefur Ísland til þessa unnið tvisvar, síðast í undankeppni EuroBasket 2017 á heimavelli þar sem liðið lék á als oddi. Íslenska liðið fékk ekki langan tíma til endurhæfingar eftir grátlegt tap fyrir Portúgal í vikunni á meðan Sviss hefur fengið heila viku til að undirbúa þennan leik. „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við vorum búnir að undirbúa gögn um svissneska liðið og höfum verið að fara yfir það þó að auðvitað væri maður til í meiri tíma,“ segir Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, hreinskilinn spurður út í undirbúningstímann á milli leikja. „Við þurftum að hætta undir eins að hugsa um þennan tapleik í Portúgal. Við eigum möguleika á því að vinna hérna heima og þá er allt jafnt í riðlinum. Auðvitað voru menn vonsviknir eftir leikinn í Portúgal þar sem hlutirnir duttu ekki með okkur í lokasókninni, þetta er annað árið í röð sem við töpum með minnsta mun úti í Portúgal en spilamennskan var góð. Það komu mistök en heilt yfir léku menn vel og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum og við gerðum allt sem við ætluðum okkur þótt það hafi ekki dugað til.“ Stærsta verkefni Íslands er að stöðva Clint Capela, miðherja Sviss sem leikur með Houston Rockets og var með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í NBA-deildinni síðasta vetur en Craig minnti á Sviss væri einnig með öflugar skyttur. „Clint er frábær í því sem hann gerir auk þess sem það eru öflugir leikmenn á vængjunum, góðar skyttur sem við þurfum að hafa góðar gætur á,“ segir Craig. Það er því ærið hlutverk sem bíður miðherja íslenska liðsins að stöðva Capela í teig íslenska liðsins. „Hann er frábær í vaggi og veltu (e. pick and roll) og frábær í kringum körfuna en hann vill helst vera sem næst körfunni. Hann er ólíkur mörgum af evrópsku miðherjunum sem vilja jafnvel draga sig út fyrir þriggja stiga línuna,“ segir Hlynur Bæringsson sem er orðinn vanur því að mæta leikmönnum á þessu getustigi eftir að hafa farið tvívegis í lokakeppni EuroBasket. „Maður er aðeins búinn að venjast þessu þótt það sé spennandi að takast á við leikmann sem er að spila með einu af bestu liðum NBA-deildarinnar. Hún dofnar kannski aðeins með árunum, spennan við að takast á við þessar stjörnur,“ segir Hlynur glottandi.
Körfubolti Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Sjá meira