
Lykill að hamingju
En hvar skal byrja? Ekki vandamál. Samtíminn er með hamingjuna á heilanum, velferð sálar og líkama. Svörin láta ekki á sér standa.
Lifa og njóta. Maður verður að lifa og njóta. Því ef maður er ekki að njóta er maður ekki að lifa. Og við lifum jú bara einu sinni. Hverjum degi skal lifað eins og hann sé sá síðasti. Þú þarft að gera hluti. Ganga á fjöll, lesa bók, hlaupa maraþon og skrá þig á námskeið. Ferðast. Helst til Balí. Eða Víetnam. Þú þarft að gera þér glaðan dag og gera það gott. Gera, gera, gera. Gera betur í dag en í gær.
En okkur þarf líka að leiðast. Það er gott fyrir hugann að gera ekki neitt. Iðjuleysi er uppspretta hugmyndanna. Það er aðeins í tóminu sem eitthvað verður til. Maður verður að vera frjór. Og fyndinn. Segja brandara á Facebook. Hvað gerði Sigmundur Davíð í dag? Upp með símann.
Nei, niður með símann. Það er ekki hollt að sitja lengi. Og ekki flott að vera sófakartafla. Gott er að ganga. Ganga rösklega. Ná hjartslættinum upp. Upp, upp, upp. Upp í 150 slög á mínútu. Upp, upp mín sál og allt mitt geð. Upp, upp mitt hjarta og –
Nei, stopp, stopp, stopp. Það þarf að staldra við og þefa af rósunum. Fara sér hægt og dvelja í andartakinu. Andartakið er allt. Hitt er aðeins eftirsókn eftir vindi. Anda inn, anda út. Hvað á að hafa í kvöldmatinn? Nei! Ekki klúðra núvitundinni. Verð að fara á námskeið í hugleiðslu. Bæti því á tékklistann á meðan ég lifi í núinu. Því ekki má gleyma framtíðinni. Það þarf að gera plön. Setja sér markmið. Þú nærð ekki til tunglsins nema þú setjir markið á stjörnurnar.
Það er uppbókað til Víetnam. Ætli Richard Branson sé farinn að bjóða upp á ferðir út í geim?
Úps, andartakið; ekki gleyma að vera, vera hér og nú og að njóta þess smáa. Leika við börnin. Byggja úr Legó. En ég þoli ekki Legó. Það gengur ekki. Þú verður að njóta. Það eru forréttindi að eiga börn. Og Legó. Það er ekki nóg að kubba heldur verður þér að finnast það gaman. Gaman, gaman, njóta, njóta.
Og ekki gleyma sjálfri þér. Maður verður að rækta garðinn sinn. Hamingjusöm móðir, hamingjusöm börn. Mikilvægt er að leyfa sér að fara í ræktina, saumaklúbbinn, hugleiðslunámskeiðið, bókaklúbbinn, klippingu og litun, hitta vinkonurnar á „happy hour“, brosa, taka sjálfu, setja hana á Facebook: „Sjáið, ég er að lifa og njóta“. Gera, gera, gera. Því að gera er að vera – vera til.
Ég er það sem ég geri. En ég er líka það sem ég borða. Verður að vera heimalagað. Hver vill vera gangandi jurtafita, hert, í bland við E-334. Skræla, saxa, brytja, blanda, baka, borða – en ekki of mikið. En líka leyfa sér – en ekki of mikið. Vera góð við sjálfa sig – en ekki of mikið.
Allt er gott í hófi – Er hóf gott í hófi?
Lifa og upplifa, gera og leiðast, berast með straumnum, stefna til stjarnanna, lifa í núinu, setja sér markmið, kokteill á hamingjustund, leika með Legó, saxa lauk, hamingjutár, anda, súrefni er frumefni lífsins. Og annað sem þarf að gera: Sofa. Við verðum að sofa. Mikið. Rannsóknir sýna það. Sálin hleðst í svefni.
Og þar höfum við lykilinn að hamingjunni: Gera allt, gera ekki neitt. Fara sér hratt, fara sér hægt. Standa kyrr, stefna til tunglsins. Standa í stað, alla leið til stjarnanna. Sinna sér, sinna öðrum. Vera hér og vera þar, alls staðar og hvergi, vakin og sofin, gera og lifa og njóta.
Sagt er að lífið sé það sem hendir okkur á meðan við erum upptekin við að gera aðrar áætlanir. Getur verið að hamingjuna sé að finna í glufunum milli þeirra stunda sem við erum upptekin við að leita hennar?
Skoðun

Er veganismi á undanhaldi?
Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar

Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla
Benedikt Már Þorvaldsson skrifar

Geðheilbrigði er mannréttindamál
Svava Arnardóttir skrifar

Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima
Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar

Sniðganga fyrir Palestínu
Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn
Gunnar Axel Axelsson skrifar

Lýðræði í mótvindi
Gunnar Salvarsson skrifar

Orka Breiðafjarðar
Ingólfur Hermannsson skrifar

Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km
Kristján Ingimarsson skrifar

Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið
Vilhjálmur Birgisson skrifar

Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda
Eldur Smári Kristinsson skrifar

Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar
Guðmundur Oddsson skrifar

Eigum við samleið
Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar

Þjóðarmorð Palestínu
Guðný Gústafsdóttir skrifar

Agaleysi bítur
Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar

Ísland boðar mannúð en býður útlegð
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar

Börnin eru ekki tölur
Bryngeir Valdimarsson skrifar

Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar
Valdimar Víðisson skrifar

Að kveikja á síðustu eldspýtunni
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi?
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Grímulaus aðför að landsbyggðinni
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Menningarstríð í borginni
Hildur Björnsdóttir skrifar

Málfrelsið
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Austurland lykilhlekkur í varnarmálum
Ragnar Sigurðsson skrifar

Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands
Snævar Ívarsson skrifar

Fjárfesting í færni
Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu
Hugrún Vignisdóttir skrifar