Rekstrarniðurstaða meðal annars betri vegna matsbreytinga Félagsbústaða Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 14:46 Ráðhús Reykjavíkur. Fréttablaðið/Stefán Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, sem lagt var fram í borgarráði í dag, var jákvæð um 7,7 milljarða en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 6,6 milljarða króna. Rekstrarniðurstaðan er því 1.177 milljón krónum betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Þar er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að niðurstaðan sé góð einkum í ljósi þess að þess að merki séu um samdrátt í hagkerfinu. Sjálfstæðismenn sendu tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa farið fram á að óháðir matsmenn meti eignasafn Félagsbústaða. „Tölurnar í rekstrinum eru allar á grænu og staða borgarinnar sterk. Við höfum verið að bæta fjármagni í skólamálin og velferðarmálin jafnt og þétt en á sama tíma erum við í stórum og miklum fjárfestingum um alla borg til dæmis í skólabyggingum, íþróttamannvirkjum, götum, torgum og hjólastígum. Árshlutauppgjörið gefur ágætar vísbendingar um framhaldið en við þurfum að halda vel á spöðunum áfram,“ er haft eftir Degi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmRekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1.653 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 2.318 milljónir króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 665 milljónum króna lakari en gert var ráð fyrir. Lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar, lægri skatttekjum og hærri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.811 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 3.188 mkr eða 1.377 mkr undir áætlun. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 673 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 343 milljarðar króna og eigið fé var 330 milljarðar króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 17,5 milljarður króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49% en var 49,4% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. og Sorpa bs. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sendu frá sér tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa lagt til að fengnir yrðu óháðir matsaðilar til að meta eignasafn Félagsbústaða hf þar sem matsbreytingar síðustu ára eru 50,8 milljarðar króna. Þannig hafi félagslegt íbúðarhúsnæði borgarinnar verið uppfært í bókum Félagsbústaða um sömu fjárhæð. Jafnframt er reiknaður hagnaður upp á sömu fjárhæð í samstæðu Reykjavíkurborgar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir„Matsbreytingar upp á 51 milljarð króna skila sér seint inn á bankabók Reykjavíkurborgar,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Telja Sjálfstæðismenn að þessi hagnaður mun seint skila sér til borgarinnar enda standi ekki til að selja félagslegt húsnæði frá Félagsbústöðum. Hætta sé á að viðhaldsþörf íbúðanna sé meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Kostnaður við viðhald getur því verið að miklu leyti ófyrirséður. Fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar bendir á í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar að matsbreytingarnar segi lítið til um grunnrekstur Félagsbústaða hf. Eyþór bendir á að skuldir og skuldbindingar haldi áfram að vaxa um tugi milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs þrátt fyrir mikla skattlagningu. „Þetta er ekki gott veganesti út úr lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar,“ segir Eyþór. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Sorpa Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, sem lagt var fram í borgarráði í dag, var jákvæð um 7,7 milljarða en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 6,6 milljarða króna. Rekstrarniðurstaðan er því 1.177 milljón krónum betri en gert var ráð fyrir. Betri rekstrarniðurstöðu má einkum rekja til hærri tekjufærðra matsbreytinga fjárfestingaeigna Félagsbústaða, að því er fram kemur á vef Reykjavíkurborgar. Þar er haft eftir Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að niðurstaðan sé góð einkum í ljósi þess að þess að merki séu um samdrátt í hagkerfinu. Sjálfstæðismenn sendu tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa farið fram á að óháðir matsmenn meti eignasafn Félagsbústaða. „Tölurnar í rekstrinum eru allar á grænu og staða borgarinnar sterk. Við höfum verið að bæta fjármagni í skólamálin og velferðarmálin jafnt og þétt en á sama tíma erum við í stórum og miklum fjárfestingum um alla borg til dæmis í skólabyggingum, íþróttamannvirkjum, götum, torgum og hjólastígum. Árshlutauppgjörið gefur ágætar vísbendingar um framhaldið en við þurfum að halda vel á spöðunum áfram,“ er haft eftir Degi.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/VilhelmRekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð um 1.653 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 2.318 milljónir króna á tímabilinu. Niðurstaðan er því 665 milljónum króna lakari en gert var ráð fyrir. Lakari rekstrarniðurstaða skýrist einkum af lægri tekjum af sölu byggingarréttar, lægri skatttekjum og hærri gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 1.811 mkr en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 3.188 mkr eða 1.377 mkr undir áætlun. Heildareignir samstæðunnar samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 673 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 343 milljarðar króna og eigið fé var 330 milljarðar króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 17,5 milljarður króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er nú 49% en var 49,4% um síðustu áramót. Rekstur Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð, sem heldur utan um rekstur fagsviða og Eignasjóð. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru: Orkuveita Reykjavíkur, Faxaflóahafnir sf., Félagsbústaðir hf., Íþrótta- og sýningahöllin hf., Malbikunarstöðin Höfði hf., Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs. og Sorpa bs. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn sendu frá sér tilkynningu vegna árshlutareikningsins en þeir hafa lagt til að fengnir yrðu óháðir matsaðilar til að meta eignasafn Félagsbústaða hf þar sem matsbreytingar síðustu ára eru 50,8 milljarðar króna. Þannig hafi félagslegt íbúðarhúsnæði borgarinnar verið uppfært í bókum Félagsbústaða um sömu fjárhæð. Jafnframt er reiknaður hagnaður upp á sömu fjárhæð í samstæðu Reykjavíkurborgar.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.Vísir„Matsbreytingar upp á 51 milljarð króna skila sér seint inn á bankabók Reykjavíkurborgar,“ er haft eftir Eyþóri Laxdal Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Telja Sjálfstæðismenn að þessi hagnaður mun seint skila sér til borgarinnar enda standi ekki til að selja félagslegt húsnæði frá Félagsbústöðum. Hætta sé á að viðhaldsþörf íbúðanna sé meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Kostnaður við viðhald getur því verið að miklu leyti ófyrirséður. Fjármála- og áhættustýringarsvið borgarinnar bendir á í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar að matsbreytingarnar segi lítið til um grunnrekstur Félagsbústaða hf. Eyþór bendir á að skuldir og skuldbindingar haldi áfram að vaxa um tugi milljarða á fyrstu sex mánuðum þessa árs þrátt fyrir mikla skattlagningu. „Þetta er ekki gott veganesti út úr lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar,“ segir Eyþór.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Sorpa Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent