Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 12:45 Flugfreyjur Icelandair hafa kvartað undan hausverk og öðrum óþægindum í háloftunum, eins og þessi flugfreyja úr erlendum myndabanka virðist gera hér. Getty/izusek Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum, en fimm flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn flugfélaginu vegna veikinda. Ekki hafi þó tekist að sanna orsakatengsl milli loftgæða og heilsufarsvandamála í flugvélum að sögn upplýsingafulltrúans, sem Icelandair tekur þátt í að rannsaka frekar. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Þá þurftu fjórir flugliðar Icelandair sem flogið höfðu til Edmonton í Kanada í fyrra að leita á sjúkrahús vegna óþæginda, höfuðverks og þreytueinkenna, auk þess sem vél flugfélagsins á leið til Kaupmannahafnar í janúar þurfti að snúa við vegna veikinda flugfreyju um borð, sem aðrir flugleiðar eiga einnig að hafa fundið fyrir.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Nú leggja fimm flugliðar Icelandair grunninn að hópmálsókn á hendur flugfélaginu, en flugliðarnir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna óþæginda sem þeir rekja til starfs síns í háloftunum. „Þetta mál einskorðast ekki við Icelandair, þetta er mál sem flugiðnaðurinn í heild sinni er að fást við og rannsaka. Þetta hefur meðal annars verið rannsóknarefni til margra ára hjá Flugöryggisstofnun Evrópu,“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair. Flugfélagið hafi tekið fyrrnefndum tilfellum alvarlega og gripið til ýmissa aðgerða til að bæta lofgæði í vélum Icelandair. „Til dæmis með viðhaldi á loftræstikerfi, sýnatökum, ítarlegum rannsóknum, bættum verkferlum og ekki síst forvörnum og þjálfun. Í raun og veru höfum við gengið lengra en mörg önnur flugfélög.“ Ásdís segir þó að orsakatengslin liggi ekki fyrir. „Þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á þessum málum þá hefur ekki tekist að sýna fram á þessi orsakatengsl, á milli loftgæða í flugvélum og heilsufarsvandamála.“ Málið sé þó til frekari rannsóknar. „Núna erum við þátttakendur í mjög yfirgripsmikill rannsókn um loftgæðamál á vegum Flugöryggistofnunar Evrópu. Þannig að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að skoða þessi mál og tryggja heilsusamlegt og öruggt starfsumhverfi fyrir okkar starfsfólk,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.
Dómsmál Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira