Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal útvaldra íþróttamanna sem prýða síður „Body Issue“ ESPN tímaritsins í ár en blaðið kemur út í næstu viku. Í blaðinu birtast myndir af kroppum íþróttamanna án klæða.
Katrín Tanja ræddi myndatökuna í viðtali við netsíðuna Morning Chalkup og þar kemur fram að Katrín hefur alltaf haft mikinn áhuga á „Body Issue“ ESPN sem hefur komið út frá árinu 2009. „Í gegnum árin hefur Body Issue blaðið verið eitt af því skemmtilegasta sem ég skoða,“ sagði Katrín Tanja við blaðamann Morning Chalkup.
„Ég sem fimleikakona vildi alltaf verða minni, grennri, léttari og ég stend mig meira að segja að því í dag að vilja að líkaminn minn sé öðruvísi en hann er. Í gegnum árin og þá sérstaklega í gegnum CrossFit þá hef ég lært að elska líkama minn og meta það sem hann getur gert fyrir mig,“ sagði Katrín Tanja.
ESPN announced the athletes to be featured in this year’s Body Issue and Katrin Davidsdottir made the cut. She is the first CrossFit athlete to appear in the issue (previously Anna Tobias was featured for sailing) which will also be the last edition to be in print. (LINK IN BIO) - #crossfit #espnbodyissue #morningchalkupView this post on Instagram
A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Aug 28, 2019 at 12:02pm PDT
„Body Issue blaðið fagnar fjölbreytileikanum og þeim afrekum sem fólk með mismunandi líkama geta náð og verið þau bestu í heimi í því sem þau gera. Mér finnst það stórkostlegt að ég fái að vera með í þessum hópi og þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Katrín.
„Ég fékk að fara í myndatökuna á Íslandi sem var frábært. Ég var ekki viss um hvernig mér myndi líða en það kom mér á óvart hvað þetta var notalegt. Þetta var eitt það svalasta sem ég hef fengið að vera hluti af. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá greinina í Morning Chalkup með því að smella hér.