Grunaður um að hafa stýrt skipi undir áhrifum áfengis Sylvía Hall skrifar 29. ágúst 2019 06:45 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti yfirlit yfir verkefni næturinnar. Vísir/Vilhelm Lögreglan handtók í gærkvöldi mann sem grunaður er um að hafa stýrt skipi undir áhrifum áfengis. Maðurinn var handtekinn við Ægisgarð og vistaður í fangageymslum lögreglu og er málið nú til rannsóknar. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um ölvaðan mann í verslun í Hlíðahverfi. Maðurinn hafði verið gripinn við þjófnað og réðst í kjölfarið á starfsmenn verslunarinnar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til viðtals og var í kjölfarið látinn laus. Á tíunda tímanum var svo tilkynnt um líkamsárás í Efra-Breiðholti þar sem fjórir til fimm menn réðust á sautján ára dreng og börðu hann með kylfu og belti. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar og var móður drengsins gert viðvart um árásina. Ung kona sem grunuð er um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna og akstur án ökuréttinda var stöðvuð í Kópavogi eftir að hafa reynt að stinga lögreglu af. Konan hefur ítrekað verið stöðvuð við akstur en hún hefur ekki öðlast ökuréttindi. Í Árbæ var ekið á unga konu á reiðhjóli sem féll í jörðina eftir áreksturinn og kenndi hún eymsla í læri og mjöðm. Konan var flutt til aðhlynningar á slysadeild. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreiðar með klukkutíma millibili í nótt. Fyrra atvikið átti sér stað á fjórða tímanum þegar ofurölvi maður var handtekinn í Fossvogshverfi eftir að hafa reynt að komast inn í Bifreiðar. Á fimmta tímanum barst svo svipuð tilkynning þar sem búið var að brjótast inn í fjölda bifreiða í miðborginni. Var búið að stela ýmsum munum og fremja skemmdarverk á bílunum. Maður var handtekinn á sjötta tímanum grunaður um innbrotin og hefur lögregla endurheimt þýfið að stórum hluta. Báðir aðilar voru vistaðir í fangageymslum. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Lögreglan handtók í gærkvöldi mann sem grunaður er um að hafa stýrt skipi undir áhrifum áfengis. Maðurinn var handtekinn við Ægisgarð og vistaður í fangageymslum lögreglu og er málið nú til rannsóknar. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um ölvaðan mann í verslun í Hlíðahverfi. Maðurinn hafði verið gripinn við þjófnað og réðst í kjölfarið á starfsmenn verslunarinnar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til viðtals og var í kjölfarið látinn laus. Á tíunda tímanum var svo tilkynnt um líkamsárás í Efra-Breiðholti þar sem fjórir til fimm menn réðust á sautján ára dreng og börðu hann með kylfu og belti. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar og var móður drengsins gert viðvart um árásina. Ung kona sem grunuð er um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna og akstur án ökuréttinda var stöðvuð í Kópavogi eftir að hafa reynt að stinga lögreglu af. Konan hefur ítrekað verið stöðvuð við akstur en hún hefur ekki öðlast ökuréttindi. Í Árbæ var ekið á unga konu á reiðhjóli sem féll í jörðina eftir áreksturinn og kenndi hún eymsla í læri og mjöðm. Konan var flutt til aðhlynningar á slysadeild. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreiðar með klukkutíma millibili í nótt. Fyrra atvikið átti sér stað á fjórða tímanum þegar ofurölvi maður var handtekinn í Fossvogshverfi eftir að hafa reynt að komast inn í Bifreiðar. Á fimmta tímanum barst svo svipuð tilkynning þar sem búið var að brjótast inn í fjölda bifreiða í miðborginni. Var búið að stela ýmsum munum og fremja skemmdarverk á bílunum. Maður var handtekinn á sjötta tímanum grunaður um innbrotin og hefur lögregla endurheimt þýfið að stórum hluta. Báðir aðilar voru vistaðir í fangageymslum.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira