Dómari úrslitaleiks Wimbledon tennismótsins rekinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 13:00 Damian Steiner. Getty/Clive Brunskill Dæmdi sögulegan úrslitaleik fyrir rúmum mánuði en var vísað úr starfi fyrir að baða sig í sviðsljósinu. Damian Steiner dæmdi einn af stærstu úrslitaleikjum tennisársins í júlí síðastliðnum en í gær þurfti hann að taka pokann sinn. Samtök atvinnumanna í tennis rak hann í gær og ástæðan eru viðtöl sem hann gaf í heimalandi sínu Argentínu án þess að fá til þess leyfi.The chair umpire for the celebrated men's singles Wimbledon final has been fired. https://t.co/TIeWyUhQ3w — USA TODAY (@USATODAY) August 27, 2019 Damian Steiner dæmdi magnaðan úrslitaleik Novak Djokovic og Roger Federer á Wimbledon mótinu en það tók fjóra klukkutíma og 57 mínútur að fá fram úrslit. Aldrei áður hefur úrslitaleikur Wimbledon mótsins tekið svo langan tíma. Damian Steiner er 44 ára gamall Argentínumaður og honum varð á þau mistök að baða sig í sviðsljósinu þegar hann kom heim til Argentínu. Steiner veitti argentínsku fjölmiðlunum viðtölin án þess að fá leyfi frá ATP og í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Damian Steiner hafi margbrotið reglurnar með þessum viðtölum. „Stærsti hluti viðtalanna brutu hefðbundnar siðareglur dómara þar sem þeir mega ekki ræða sérstök atvik, einstaka leiki, ákveðna leikmenn, aðra dómara eða einstakar reglur, svo þeir geti haldið sínu markmiði að viðhalda hlutleysi í sínu starfi,“ sagði í yfirlýsingunni.Damian Steiner - the chair umpire for July's #Wimbledon men's singles final - has been sacked by the ATP. Here's why ➡ https://t.co/dsupQ6vuXJ#bbctennispic.twitter.com/NSrQAqOs75 — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019 Argentína Bretland England Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Dæmdi sögulegan úrslitaleik fyrir rúmum mánuði en var vísað úr starfi fyrir að baða sig í sviðsljósinu. Damian Steiner dæmdi einn af stærstu úrslitaleikjum tennisársins í júlí síðastliðnum en í gær þurfti hann að taka pokann sinn. Samtök atvinnumanna í tennis rak hann í gær og ástæðan eru viðtöl sem hann gaf í heimalandi sínu Argentínu án þess að fá til þess leyfi.The chair umpire for the celebrated men's singles Wimbledon final has been fired. https://t.co/TIeWyUhQ3w — USA TODAY (@USATODAY) August 27, 2019 Damian Steiner dæmdi magnaðan úrslitaleik Novak Djokovic og Roger Federer á Wimbledon mótinu en það tók fjóra klukkutíma og 57 mínútur að fá fram úrslit. Aldrei áður hefur úrslitaleikur Wimbledon mótsins tekið svo langan tíma. Damian Steiner er 44 ára gamall Argentínumaður og honum varð á þau mistök að baða sig í sviðsljósinu þegar hann kom heim til Argentínu. Steiner veitti argentínsku fjölmiðlunum viðtölin án þess að fá leyfi frá ATP og í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Damian Steiner hafi margbrotið reglurnar með þessum viðtölum. „Stærsti hluti viðtalanna brutu hefðbundnar siðareglur dómara þar sem þeir mega ekki ræða sérstök atvik, einstaka leiki, ákveðna leikmenn, aðra dómara eða einstakar reglur, svo þeir geti haldið sínu markmiði að viðhalda hlutleysi í sínu starfi,“ sagði í yfirlýsingunni.Damian Steiner - the chair umpire for July's #Wimbledon men's singles final - has been sacked by the ATP. Here's why ➡ https://t.co/dsupQ6vuXJ#bbctennispic.twitter.com/NSrQAqOs75 — BBC Sport (@BBCSport) August 27, 2019
Argentína Bretland England Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira