Innlent

Segja að vandi á einum stað eigi ekki að leiða til banns annars staðar

Kristinn Haukur Gunnarsson skrifar
Ísland lagðist gegn aukinni vernd á 17 af 18 tegundum hákarla.
Ísland lagðist gegn aukinni vernd á 17 af 18 tegundum hákarla.
Íslensk stjórnvöld vildu á þingi CITES í Genf að aðeins ein af átján hákarlategundum fengi aukna vernd. Ísland hefur lagt áherslu á að vandi tegundar á einum stað ætti ekki að leiða til veiðibanns annars staðar.

Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins, segir að afstaða Íslands varðandi vernd hákarla hafi tekið mið af mati sérfræðingahóps Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hafi hópurinn eingöngu mælt með því að ein þeirra tegunda sem um ræðir yrði tekin upp í viðauka II Washingtonsáttmálans um aukna vernd.

„Afstaðan er enn fremur í samræmi við áherslu íslenskra stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu lifandi auðlinda hafsins og ábyrga svæðisbundna fiskveiðistjórnun,“ segir Ásta. „Meðal annars hefur verið lögð áhersla á það á vettvangi CITES að vandi í tegund á einum stað leiði ekki til veiðibanns á sömu tegund þar sem stofninn er í góðu horfi.“

Að sögn Ástu hafa íslensk stjórnvöld bent á að fiskveiðistjórnun sé ekki á valdsviði CITES heldur beri strandríkjum og viðeigandi fiskveiðistjórnunarstofnunum að tryggja nýtingu lifandi auðlinda hafsins. Ráðuneytin eigi þó í góðu samráði um þátttöku Íslands á vettvangi CITES.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×