Smíðaði sér áhöld sjálfur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 10:00 Ólafur í skúrnum. "Ef ég hengi ekki áhöldin upp á vegg þá týni ég þeim,“ segir hann kíminn. Fréttablaðið/Stefán Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar. Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Ólafur Andrés Guðmundsson er völundarsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraunseli, húsnæði eldri borgara í Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en við Stefán ljósmyndari byrjum á að fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann er reyndar ekki í vinnugallanum, enda á leið á sýninguna að hitta mann og annan, en í skúrnum eru verkfærin hans, sem hann hefur sum hver smíðað sjálfur, og þar verða hlutirnir til. Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar flugvélar þegar ég var strákur,“ segir hann brosandi. „Svo hafði ég það embætti sem krakki í skóla að tálga blýanta fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa verið svolítið til sjós með föður sínum á bátnum Hermóði og tekið bæði mótoristapróf og stýrimannsréttindi. „En rennismíði var mín uppáhaldsiðja og ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá grein. Svo flutti ég í Hafnarfjörð og var önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.Nú erum við komin í Hraunsel þar sem höfundarverk Ólafs blasir við og birtir hans einstaka hagleik. Einnig ber sýningin vott smekkvísi þeirra sem settu hana upp. Myndir á veggjum segja sögur, til dæmis af aldagömlum kertastjökum í Bessastaðakirkju sem innbrotsmaður skemmdi en Ólafur gerði við.Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.„Það komu um 300 manns á sýninguna í gær, á afmælinu mínu, á svona tveimur og hálfum tíma,“ segir listamaðurinn. „Einstaka sögðust ætla að koma aftur, það gefst ekkert næði til að skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann er ánægður með hvernig hlutunum er komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna, nema hvað ég þurfti að safna mununum víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en frúin á eitthvað smávegis og svo börn og barnabörn, hér eru til dæmis flugvélar sem ég hef tálgað fyrir barnabörnin.“ Þarna eru bæði stórir smíðisgripir og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og ermahnappar og nælur. Aðrir stærri, beislisstangir, laufabrauðsjárn, kertastjakar, vasapelar. Virðulegir munir sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einnig smíðað kassa utan um þá.Kría á leið með síli til að fóðra unga á.Í sýningarskránni kemur fram að Ólafur fór til Noregs að mennta sig í kennslufræðum og er með meistararéttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við uppbyggingu málmiðnaðardeildar við Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði þar við kennslu til 1996, er hann hætti sökum aldurs. „Svo tók bílskúrinn við og þar er hann enn,“ stendur þar.
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira