Harðlínudeild Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alveg sérstaklega ástæðu til að fagna. Þeir þurfa ekki lengur að beita sér af hörku gegn þessum stærsta flokki landsins. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir tekið það verk að sér. Það er ekki sérlega algengt að Sjálfstæðismenn urri og bíti hverjir aðra. Nú er það hins vegar nær daglegt brauð. Gamlir og þrautreyndir flokkshestar, sem hafa óbeit á Evrópusambandinu og tortryggja flokksforystuna, hafa farið hamförum vegna þriðja orkupakkans, máls sem engin ástæða er til að æsa sig út af. Ekki þýðir þó að segja þeim það, þeir eru í svo miklum ham að þeir taka ekki rökum. Þessi hópur samanstendur aðallega af eldri karlmönnum, með mikla valdaþörf. Svo sannarlega leiðist þeim ekki að vera í sviðsljósinu. Þeir hafa hátt og finnst greinilega gaman að hlusta á sjálfa sig. Hvað eftir annað þylja þeir rangfærslur sínar um þriðja orkupakkann og banda óþolinmóðir frá sér staðreyndum sem velviljað fólk reynir að ota að þeim. Það er stórmerkilegt fyrir utanaðkomandi að fylgjast með mönnum, sem greinilega telja það sáluhjálparatriði fyrir þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd, leggja jafn mikið á sig og raun ber vitni til að skaða eigin flokk. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjölmargir hér á landi, fylgjast spenntir með. Það er notaleg tilbreyting fyrir þá að leyfa Sjálfstæðismönnum sjálfum að djöflast í eigin flokksforystu. Þarna er sannarlega verið að taka af þeim ómakið. Merkilegt er svo til þess að vita að harðlínuöflin í Sjálfstæðisflokknum skuli hvað eftir annað sjá ástæðu til að gera lítið úr konum sem gegna ábyrgðarstöðum innan flokksins, ráðherranum Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og ritara flokksins Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Þetta eru vitanlega sömu öflin sem hröktu Evrópusinna úr flokknum á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki pláss fyrir þannig þenkjandi fólk – sem er einkennilegt þegar í hlut á flokkur sem sækist eftir því að vera stærsti flokkur landsins. Enginn ætti að efast um að Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna eiga hugmyndafræðilega meira sameiginlegt með forystu Viðreisnar en forystu Miðflokksins sem afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru stöðugt að viðra sig upp við. Það var ekki pláss fyrir Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum en þar er nægt rými fyrir fólk sem aðhyllist hugmyndafræði Donalds Trump og félaga. Það getur ekki verið auðvelt fyrir frjálslynda fólkið í Sjálfstæðisflokknum að horfa upp á þessi öfl reyna að yfirtaka flokkinn. Mun flokksforysta Sjálfstæðisflokksins þola álagið og halda áherslum sínum eða fara á taugum? Baráttan heldur áfram og áhugafólk um pólitík fylgist spennt með, en um leið nokkuð furðu lostið. Enda stórmerkilegt að sjá Sjálfstæðismenn úr harðlínudeild flokksins í ofsafullum leiðangri gegn sínum eigin flokki. Óneitanlega koma upp í hugann hin fleygu orð snillingsins Oscars Wilde: „Allir deyða yndi sitt.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa alveg sérstaklega ástæðu til að fagna. Þeir þurfa ekki lengur að beita sér af hörku gegn þessum stærsta flokki landsins. Sjálfstæðismenn hafa sjálfir tekið það verk að sér. Það er ekki sérlega algengt að Sjálfstæðismenn urri og bíti hverjir aðra. Nú er það hins vegar nær daglegt brauð. Gamlir og þrautreyndir flokkshestar, sem hafa óbeit á Evrópusambandinu og tortryggja flokksforystuna, hafa farið hamförum vegna þriðja orkupakkans, máls sem engin ástæða er til að æsa sig út af. Ekki þýðir þó að segja þeim það, þeir eru í svo miklum ham að þeir taka ekki rökum. Þessi hópur samanstendur aðallega af eldri karlmönnum, með mikla valdaþörf. Svo sannarlega leiðist þeim ekki að vera í sviðsljósinu. Þeir hafa hátt og finnst greinilega gaman að hlusta á sjálfa sig. Hvað eftir annað þylja þeir rangfærslur sínar um þriðja orkupakkann og banda óþolinmóðir frá sér staðreyndum sem velviljað fólk reynir að ota að þeim. Það er stórmerkilegt fyrir utanaðkomandi að fylgjast með mönnum, sem greinilega telja það sáluhjálparatriði fyrir þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn sé við völd, leggja jafn mikið á sig og raun ber vitni til að skaða eigin flokk. Pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem eru fjölmargir hér á landi, fylgjast spenntir með. Það er notaleg tilbreyting fyrir þá að leyfa Sjálfstæðismönnum sjálfum að djöflast í eigin flokksforystu. Þarna er sannarlega verið að taka af þeim ómakið. Merkilegt er svo til þess að vita að harðlínuöflin í Sjálfstæðisflokknum skuli hvað eftir annað sjá ástæðu til að gera lítið úr konum sem gegna ábyrgðarstöðum innan flokksins, ráðherranum Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og ritara flokksins Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Þetta eru vitanlega sömu öflin sem hröktu Evrópusinna úr flokknum á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki pláss fyrir þannig þenkjandi fólk – sem er einkennilegt þegar í hlut á flokkur sem sækist eftir því að vera stærsti flokkur landsins. Enginn ætti að efast um að Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna eiga hugmyndafræðilega meira sameiginlegt með forystu Viðreisnar en forystu Miðflokksins sem afturhaldsöflin í Sjálfstæðisflokknum eru stöðugt að viðra sig upp við. Það var ekki pláss fyrir Evrópusinna í Sjálfstæðisflokknum en þar er nægt rými fyrir fólk sem aðhyllist hugmyndafræði Donalds Trump og félaga. Það getur ekki verið auðvelt fyrir frjálslynda fólkið í Sjálfstæðisflokknum að horfa upp á þessi öfl reyna að yfirtaka flokkinn. Mun flokksforysta Sjálfstæðisflokksins þola álagið og halda áherslum sínum eða fara á taugum? Baráttan heldur áfram og áhugafólk um pólitík fylgist spennt með, en um leið nokkuð furðu lostið. Enda stórmerkilegt að sjá Sjálfstæðismenn úr harðlínudeild flokksins í ofsafullum leiðangri gegn sínum eigin flokki. Óneitanlega koma upp í hugann hin fleygu orð snillingsins Oscars Wilde: „Allir deyða yndi sitt.“
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun