Rekstur Símans stöðugur en hagnaður minnkar lítillega Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 19:00 Tekjur félagsins lækkuðu einnig lítillega milli ára Vísir/Hanna Tekjur Símans á öðrum ársfjórðungi 2019 lækkuðu um 0,5% samanborið við sama tímabil í fyrra og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 9,1%. Hagnaður félagsins lækkaði úr 853 í 798 milljónir króna milli ára. Þetta er meðal helstu niðurstaða úr nýjasta árshlutareikningi Símans en tilkynning þess efnis barst kauphöllinni frá félaginu fyrr í dag. Tekjur á öðrum ársfjórðungi félagsins árið 2019 námu 7.115 milljónum króna samanborið við 7.153 milljónir króna á sama tímabili 2018 og lækkuðu því eins og fyrr segir um 0,5% milli tímabila. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.602 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 samanborið við 2.386 milljónir króna á sama tímabili 2018 og hækkar því um 216 milljónir króna eða 9,1% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 36,6% fyrir annan ársfjórðung 2019 en var 33,4% á sama tímabili 2018. Að teknu tilliti til breytinga vegna IFRS 16 reikningsskilastaðalsins þá nam EBITDA á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.581 milljónum króna og EBITDA hlutfall var 36,1%. Hagnaður á ársfjórðungnum nam 798 milljónum króna samanborið við 853 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var eiginfjárhlutfall Símans hf. 56,3% í lok ársfjórðungsins 2019 og eigið fé 36,3 milljarðar króna. Þess má geta að samanburðarfjárhæðir á öðrum ársfjórðungi 2018 hafa verið uppfærðar í samræmi við breytta meðhöndlun á sýningarrétti sjónvarpsefnis. „Við erum sátt við uppgjörið og þann stöðuga og fyrirsjáanlega rekstur sem þar gefur að líta. EBITDA eykst miðað við sama fjórðung í fyrra auk þess sem myndarleg aukning er í EBITDA frá fyrsta fjórðungi þessa árs, en sá fjórðungur var undir væntingum af ýmsum sökum. Launahækkanir kjarasamninganna komu til framkvæmda við upphaf annars ársfjórðungs og því er mikilvægt að launakostnaður samstæðunnar er lægri á þessum fjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra. Áframhaldandi aðgerðir til að draga úr kostnaði, eins og þær sem var ráðist í við upphaf þessa árs, eru lykilþáttur í að ná fram slíkum sparnaði,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans í tilkynningu til kauphallarinnar. Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00 Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30 Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Tekjur Símans á öðrum ársfjórðungi 2019 lækkuðu um 0,5% samanborið við sama tímabil í fyrra og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst um 9,1%. Hagnaður félagsins lækkaði úr 853 í 798 milljónir króna milli ára. Þetta er meðal helstu niðurstaða úr nýjasta árshlutareikningi Símans en tilkynning þess efnis barst kauphöllinni frá félaginu fyrr í dag. Tekjur á öðrum ársfjórðungi félagsins árið 2019 námu 7.115 milljónum króna samanborið við 7.153 milljónir króna á sama tímabili 2018 og lækkuðu því eins og fyrr segir um 0,5% milli tímabila. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.602 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2019 samanborið við 2.386 milljónir króna á sama tímabili 2018 og hækkar því um 216 milljónir króna eða 9,1% frá sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 36,6% fyrir annan ársfjórðung 2019 en var 33,4% á sama tímabili 2018. Að teknu tilliti til breytinga vegna IFRS 16 reikningsskilastaðalsins þá nam EBITDA á öðrum ársfjórðungi í fyrra 2.581 milljónum króna og EBITDA hlutfall var 36,1%. Hagnaður á ársfjórðungnum nam 798 milljónum króna samanborið við 853 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var eiginfjárhlutfall Símans hf. 56,3% í lok ársfjórðungsins 2019 og eigið fé 36,3 milljarðar króna. Þess má geta að samanburðarfjárhæðir á öðrum ársfjórðungi 2018 hafa verið uppfærðar í samræmi við breytta meðhöndlun á sýningarrétti sjónvarpsefnis. „Við erum sátt við uppgjörið og þann stöðuga og fyrirsjáanlega rekstur sem þar gefur að líta. EBITDA eykst miðað við sama fjórðung í fyrra auk þess sem myndarleg aukning er í EBITDA frá fyrsta fjórðungi þessa árs, en sá fjórðungur var undir væntingum af ýmsum sökum. Launahækkanir kjarasamninganna komu til framkvæmda við upphaf annars ársfjórðungs og því er mikilvægt að launakostnaður samstæðunnar er lægri á þessum fjórðungi í ár en á sama tímabili í fyrra. Áframhaldandi aðgerðir til að draga úr kostnaði, eins og þær sem var ráðist í við upphaf þessa árs, eru lykilþáttur í að ná fram slíkum sparnaði,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans í tilkynningu til kauphallarinnar.
Fjarskipti Markaðir Tengdar fréttir Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00 Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30 Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Snarhækka verðmat sitt á Símanum Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á 5,2 krónur á hlut. 10. júlí 2019 07:00
Incrementum með um eitt prósent í Símanum Fjárfestingafélagið Incrementum, sem er stýrt af viðskiptafélögunum Ívari Guðjónssyni, Baldvini Valtýssyni og Smára Rúnari Þorvaldssyni, hefur að undanförnu staðið að fjárfestingum í Símanum og nemur markaðsvirði hlutar félagsins nú um 350 milljónum króna. 26. júní 2019 07:30
Stoðir bæta við hlut sinn í Símanum Stoðir hafa bætt við sig í Símanum með kaupum á um 1,4 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu að virði um 570 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. 3. júlí 2019 07:45