Keppa í gamanmyndagerð á Flateyri Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 16:12 Gamanmyndahátíðin er haldin á Flateyri. Vísir/Anton Brink Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingstað. Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klukkustundir til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum. Fyrirkomulagið er þannig að liðin eru skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara. Miðvikudaginn 18. September næstkomandi verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður. Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur. Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar. Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð. Nánari upplýsingar um keppnina og hátíðina má finna hér. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Uppistand Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Fjórða gamanmyndahátíðin verður haldin á Flateyri dagana 19. til 22. september næstkomandi. Grín og gaman ræður ríkjum á þessari hátíð en þar eru ýmist sýndar kvikmyndir, haldnir tónleikar, uppistand eða annað sem gaman er. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni í ár er kvöldskemmtun með Tvíhöfða, sveitaball með hljómsveitinni Á móti sól, heiðurssýning á Stellu í Orlofi að viðstaddri aðalleikkonunni Eddu Björgvinsdóttur og Chaplin tónleikasýning Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ásamt því verða 30 gamanmyndir sýndar á hátíðinni og verður veitingastaðurinn Jómfrúin með Pop-up veitingstað. Á Gamanmyndahátíðinni í ár verður keppt í gamanmyndagerð, þar sem liðin fá 48 klukkustundir til að fullgera gamanmynd frá hugmynd að frumsýningu. Það hafa verið haldnar 48 stunda kvikmyndakeppnir víða um heim, en nú verður hún haldin í fyrsta sinn á Íslandi, á Iceland Comedy Film Festival, þar sem húmor og gleði mun ráða ríkjum. Fyrirkomulagið er þannig að liðin eru skipuð þremur þátttakendum, hvert lið fær ókeypis gistingu fyrir þrjá á Flateyri og þrjú hátíðararmbönd á Gamanmyndahátíðina. Liðum er þó heimilt að styðjast við fleiri aðstoðarmenn og leikara. Miðvikudaginn 18. September næstkomandi verður Arnór Pálmi, leiðbeinandi keppninnar, með örnámskeið í gamanmyndagerð, að því loknu verður þema ársins kynnt og klukkan byrjar að telja niður. Fullkláruðum gamanmyndum þarf að skila inn föstudagskvöldið 20. september. Arnór Pálmi verður liðunum innan handar bæði varðandi handritsgerð, tökur og klippingu á meðan á ferlinu stendur. Liðin þurfa sjálf að útvega sér tökubúnað en mögulegt verður að komast í klippitölvur Lýðskóla Flateyrar. Myndirnar verða að því loknu sýndar á Gamanmyndahátíðinni þar sem fyndnasta 48 stunda gamanmyndin verður verðlaunuð. Nánari upplýsingar um keppnina og hátíðina má finna hér.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Uppistand Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira