Gat ekki safnað styrkjum og veltir fyrir sér hvort um þöggun sé að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 08:46 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. vísir/vilhelm Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér. Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við Háskólann í Reykjavík, veltir fyrir sér hvort honum hafi vísvitandi verið gert ómögulegt að safna áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Kristinn skellti sér tíu kílómetra en ekki hefur verið hægt að heita á hann á heimasíðu hlaupsins þar sem hann birtist ekki á síðunni. Kristinn greinir frá ógöngum sínum á Facebook en hann ætlaði að hlaupa til styrktar Félagi um foreldrajafnrétti. Um 165 milljónir hafa safnast á síðunni Hlaupastyrkur.is en þar er ekki að finna nafn Kristins. „Ég vildi gjarnan halda áfram að styðja það félag sem Háskólinn í Reykjavík rak mig fyrir að styðja, þ.e.a.s Félag um Foreldrajafnrétti,“ segir Kristinn á Facebook-síðu sinni.Ekki hægt að heita á hann Eins og frægt er orðið var Kristni sagt upp störfum eftir að hafa látið þau orð falla í Facebook-hópnum Karlmennskan að konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn var afar ósáttur við uppsögnina og leitaði réttar síns fyrir dómstólum með Jón Steinar Gunnlaugsson sem lögmann sinn. Málið tapaðist í héraði en hann hefur áfrýjað því til Landsréttar. Kristinn segist hafa skráð sig í hlaupið klukkan 16:30 á fimmtudaginn. Þá hafi hann tekið fram að hann ætlaði að hlaupa fyrir Félag um foreldrajafnrétti. „Flagan var tékkuð þegar ég fór og kom þá upp mitt nafn. Nafnið mitt kemur svo aldrei upp þegar ég gái að því. Ég fékk sent sms um tímann frá þeim sem var 1:39:28. Ég var númer 9520, þrátt fyrir allt þetta þá er ég ekki skráður sem hlaupari og ekki hægt að heita á mig.“ Hann hafi sent tvo tölvupósta á skipuleggjendur vegna þessara vandræða. Þeim fyrri hafi verði svarað og viðkomandi starfsmaður borið fyrir sig álagi. Þeim seinni hafi ekki verið svarað.Konan ánægð „Ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þöggun eins og málefnið hefur illilega rekist á, það má ekki ræða tálmanir og foreldrafyrringu.“ Kristinn tekur fram að hlaupið, eða gangan í hans tilfelli, hafi verið mjög skemmtileg. Hann hvetur alla til að hlaupa fyrir góð málefni. „...eins og gegn Foreldrafyrringu (og tálmunum) sem ekki má ræða í fjölmiðlum,“ segir Kristinn. Hann bætir við á léttari nótum að kona hans hafi verið ánægð með að hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir stelpum. Það sjáist á tíma hans, en Kristinn var tæpar 100 mínútur með kílómetrana tíu.Uppfært klukkan 10:55Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir að innsláttarvilla hafi orsakað það að síða Kristins birtist ekki. Hann hafi verið beðinn afsökunar og áheitasíðan sé nú komin í loftið. Nánar hér.
Menningarnótt Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira