EES samstarfið megi ekki verða verkfæri „samþjöppunarsinna í Evrópu“ til að ráðskast með innanlandsmál og auka miðstýringu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. ágúst 2019 13:30 Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. Hann varaði við því að ESB myndi nýta EES-samninginn til að auka yfirþjóðlegt vald yfir Íslandi. Vísir/Vilhelm „Við getum ekki látið það gerast að EES-samningurinn verði notaður sem verkfæri í þessari þróun, þessum breytingum sem verið er að reyna að innleiða í Evrópusambandinu með aukinni miðstýringu og auknu yfirþjóðlegu valdi. EES-samningurinn átti ekki að vera til þess.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þróun EES samningsins. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist ekki enn vera orðinn úrkula vonar að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hætti við að innleiða þriðja orkupakkann.Sjá nánar: Ekki orðinn úrkula vonar Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. „Þú spyrð af hverju ég tali með þessum hætti um Evrópusambandið ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að Evrópusambandið sé í stórkostlegum vandræðum. Og framganga þess undanfarin ár hefur auðvitað verið í mörgum tilvikum stórskaðleg fyrir þá sem fyrir henni hafa orðið, ég nefni sem dæmi Grikkland. Sjáiði nú muninn á stöðu Íslands núna og Grikklands. Þeir sjá ekki fram á að geta nokkurn tíman greitt sínar skuldir þrátt fyrir að hafa verið í endalausum niðurskurði og hvað varð um allan peninginn sem þeir voru neyddir til að taka að láni? Ja, meira og minna fór hann til stóru erlendu bankanna og þetta var undir handleiðslu Evrópusambandsins,“ segir Sigmundur sem bætir við að ákvarðanatakan í Evrópusambandinu sé helst sniðin að hagsmunum Þýskalands og Frakklands. Þegar Sigmundur var inntur eftir skýrum svörum um það hvort hann og þingmenn Miðflokksins væru að boða það að Ísland tæki skref út úr því Evrópusamstarfi sem við erum í sagðist Sigmundur ekki vita hvernig þær staðhæfingar væru til komnar.Sigmundur, staðhæfingarnar eru til komnar vegna þess að þú talar eins og þú talar.„Já,já, en það er hins vegar Evrópusambandið sem er að ganga á lagið. Sem er að breytast, sem er að taka til sín stöðugt meira vald. Við erum ekki að horfa á einhverja stöðu sem hefur verið óbreytt lengi og við á einhvern hátt að bakka út úr henni. Það er Evrópusambandið sem er að sækja á, og við því þurfum við að bregðast,“ sagði Sigmundur sem sagði þingmenn verða að standa vörð um yfirráð Íslands yfir orkumálum. „Og leyfa ekki EES samningnum að þróast yfir því það að verða enn yfirþjóðlegri samningur en hann er orðinn með því að passa upp á að gefa ekki meira eftir af því fullveldi sem stjórnarskráin á að tryggja og með því að sýna að EES-samningurinn virki og hvernig gerum við það best? Jú, með því að nýta það ákvæði sem er skrifað inn í samninginn um rétt ríkja, sem telja gengið á hagsmuni sína, til að senda mál aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar og leita sátta þar, leita að sameiginlegri, ásættanlegri niðurstöðu.“Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES samningurinn gekk í gildi. Hann veitir Íslandi aðgang að hinum ábatasama innri markaði Evrópusambandsins.Vísir/GettySigmundur sagðist fyrst og fremst vilja koma í veg fyrir að eðli samstarfsins breytist. „Til að mynda ef við sýndum að við þyrðum ekki einu sinni að nýta ákvæði samningsins af ótta við að einhver embættismenn úti taki því illa. Þá er samningurinn stöðugt að versna fyrir okkur. Þá höfum við ekki það góða sem hann inniheldur og þá munu menn áfram ganga á lagið með aukinni miðstýringu og notkun EES-samningsins til að auka pólitískt vald yfir EES-þjóðunum. Það getum við ekki látið gerast. Með því værum við að skaða samninginn og þá þyrfti kannski að fá mig eða einhverja aðra í viðtöl til þess að ræða hvort við getum áfram verið í EES-samningnum ef menn væru búinn að skaða hann með þessum hætti að við bara einfaldlega tækjum ákvörðun um það að við ætluðum aldrei að standa á okkar í þessu samstarfi heldur bara taka því sem að okkur er rétt.“ EES-samningurinn verði að byggja á samstarfi fullvalda þjóða. „Við megum alls ekki nálgast þennan samning sem svo að hann veiti einhverju erlendu valdi heimildir til þess að taka pólitískar ákvarðanir á Íslandi eða ráðskast með innanlandsmál og þá væri eðli samningsins breytt og það kann vel að vera að þessir samþjöppunarsinnar í Evrópu sjái tækifæri í því og telji samninginn geta orðið verkfæri til þess. Þegar það kemur í ljós – eins og við sjáum núna kannski vera að gerast – þá er það okkar að spyrna við fótunum og minna á hvers eðlis þessi samningur átti að vera og um leið að við séum mjög viljug til að taka áfram þátt í því samstarfi en við ætlum ekki að horfa upp á eðli hans breytast í eitthvað yfirþjóðlegt vald.“ Alþingi Evrópusambandið Miðflokkurinn Reykjavík síðdegis Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. 6. febrúar 2019 18:30 Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Fundarhöld um þriðja orkupakkann héldu áfram í utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir áhugavert að sjá hvar víglínan er dregin í málinu. 20. ágúst 2019 06:45 EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Við getum ekki látið það gerast að EES-samningurinn verði notaður sem verkfæri í þessari þróun, þessum breytingum sem verið er að reyna að innleiða í Evrópusambandinu með aukinni miðstýringu og auknu yfirþjóðlegu valdi. EES-samningurinn átti ekki að vera til þess.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um þróun EES samningsins. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist ekki enn vera orðinn úrkula vonar að þingmenn Sjálfstæðisflokksins hætti við að innleiða þriðja orkupakkann.Sjá nánar: Ekki orðinn úrkula vonar Sigmundur Davíð talaði í viðtalinu um Evrópusambandið með afar gagnrýnum hætti. „Þú spyrð af hverju ég tali með þessum hætti um Evrópusambandið ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að Evrópusambandið sé í stórkostlegum vandræðum. Og framganga þess undanfarin ár hefur auðvitað verið í mörgum tilvikum stórskaðleg fyrir þá sem fyrir henni hafa orðið, ég nefni sem dæmi Grikkland. Sjáiði nú muninn á stöðu Íslands núna og Grikklands. Þeir sjá ekki fram á að geta nokkurn tíman greitt sínar skuldir þrátt fyrir að hafa verið í endalausum niðurskurði og hvað varð um allan peninginn sem þeir voru neyddir til að taka að láni? Ja, meira og minna fór hann til stóru erlendu bankanna og þetta var undir handleiðslu Evrópusambandsins,“ segir Sigmundur sem bætir við að ákvarðanatakan í Evrópusambandinu sé helst sniðin að hagsmunum Þýskalands og Frakklands. Þegar Sigmundur var inntur eftir skýrum svörum um það hvort hann og þingmenn Miðflokksins væru að boða það að Ísland tæki skref út úr því Evrópusamstarfi sem við erum í sagðist Sigmundur ekki vita hvernig þær staðhæfingar væru til komnar.Sigmundur, staðhæfingarnar eru til komnar vegna þess að þú talar eins og þú talar.„Já,já, en það er hins vegar Evrópusambandið sem er að ganga á lagið. Sem er að breytast, sem er að taka til sín stöðugt meira vald. Við erum ekki að horfa á einhverja stöðu sem hefur verið óbreytt lengi og við á einhvern hátt að bakka út úr henni. Það er Evrópusambandið sem er að sækja á, og við því þurfum við að bregðast,“ sagði Sigmundur sem sagði þingmenn verða að standa vörð um yfirráð Íslands yfir orkumálum. „Og leyfa ekki EES samningnum að þróast yfir því það að verða enn yfirþjóðlegri samningur en hann er orðinn með því að passa upp á að gefa ekki meira eftir af því fullveldi sem stjórnarskráin á að tryggja og með því að sýna að EES-samningurinn virki og hvernig gerum við það best? Jú, með því að nýta það ákvæði sem er skrifað inn í samninginn um rétt ríkja, sem telja gengið á hagsmuni sína, til að senda mál aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar og leita sátta þar, leita að sameiginlegri, ásættanlegri niðurstöðu.“Í upphafi ársins voru 25 ár liðin frá því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES samningurinn gekk í gildi. Hann veitir Íslandi aðgang að hinum ábatasama innri markaði Evrópusambandsins.Vísir/GettySigmundur sagðist fyrst og fremst vilja koma í veg fyrir að eðli samstarfsins breytist. „Til að mynda ef við sýndum að við þyrðum ekki einu sinni að nýta ákvæði samningsins af ótta við að einhver embættismenn úti taki því illa. Þá er samningurinn stöðugt að versna fyrir okkur. Þá höfum við ekki það góða sem hann inniheldur og þá munu menn áfram ganga á lagið með aukinni miðstýringu og notkun EES-samningsins til að auka pólitískt vald yfir EES-þjóðunum. Það getum við ekki látið gerast. Með því værum við að skaða samninginn og þá þyrfti kannski að fá mig eða einhverja aðra í viðtöl til þess að ræða hvort við getum áfram verið í EES-samningnum ef menn væru búinn að skaða hann með þessum hætti að við bara einfaldlega tækjum ákvörðun um það að við ætluðum aldrei að standa á okkar í þessu samstarfi heldur bara taka því sem að okkur er rétt.“ EES-samningurinn verði að byggja á samstarfi fullvalda þjóða. „Við megum alls ekki nálgast þennan samning sem svo að hann veiti einhverju erlendu valdi heimildir til þess að taka pólitískar ákvarðanir á Íslandi eða ráðskast með innanlandsmál og þá væri eðli samningsins breytt og það kann vel að vera að þessir samþjöppunarsinnar í Evrópu sjái tækifæri í því og telji samninginn geta orðið verkfæri til þess. Þegar það kemur í ljós – eins og við sjáum núna kannski vera að gerast – þá er það okkar að spyrna við fótunum og minna á hvers eðlis þessi samningur átti að vera og um leið að við séum mjög viljug til að taka áfram þátt í því samstarfi en við ætlum ekki að horfa upp á eðli hans breytast í eitthvað yfirþjóðlegt vald.“
Alþingi Evrópusambandið Miðflokkurinn Reykjavík síðdegis Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. 6. febrúar 2019 18:30 Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15 Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Fundarhöld um þriðja orkupakkann héldu áfram í utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir áhugavert að sjá hvar víglínan er dregin í málinu. 20. ágúst 2019 06:45 EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
EES-samningurinn í 25 ár: Drifkraftur og mikilvægasti samningur Íslandssögunnar Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að EES-samningurinn sé sá drifkraftur sem Íslendingar þurfi til að takast á við mikilvæg umhverfisverndarmál. Samingurinn gekk í gildi fyrir 25 árum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur hann vera mikilvægasta viðskiptasamning Íslandssögunnar. 6. febrúar 2019 18:30
Ekki orðinn úrkula vonar um að Sjálfstæðisflokkurinn hafni þriðja orkupakkanum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, horfir sérstaklega til þeirrar óánægju sem hefur gætt í baklandi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann þegar segist ekki vera búinn að missa alla von um að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins muni hafna innleiðingu þriðja orkupakkans á svokölluðum "þingstubbi“ um mánaðamótin þegar orkupakkinn verður til umfjöllunar. 25. ágúst 2019 12:15
Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Fundarhöld um þriðja orkupakkann héldu áfram í utanríkismálanefnd Alþingis í gær. Prófessor í stjórnmálafræði segir áhugavert að sjá hvar víglínan er dregin í málinu. 20. ágúst 2019 06:45
EES-samningurinn hafi gjörbreytt íslensku samfélagi Áslaug Arna sagði framtíðina banka á dyrnar sama hversu margir vilja berjast gegn henni. 29. maí 2019 20:45