„Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði“ Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2019 12:02 Kolbeinn og Óli Björn tókust á um Ríkisútvarpið í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm „Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn. Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
„Við erum hérna með Ríkisútvarp og það er einhver ástæða fyrir því, svo getum við verið sammála eða ósammála því,“ sagði Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna í viðtali á Sprengisandi í morgun þar sem hann og Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu fjármögnun Ríkisútvarpsins. Kolbeinn segir það vera alveg skýrt af hans hálfu að Ríkisútvarpið gegni mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Hlutverk þess sé bæði lýðræðislegt og menningarlegt og geti veitt stjórnvöldum aðhald, til að mynda með fréttaflutningi og umfjöllun um störf opinberra fulltrúa. Því eigi að styrkja Ríkisútvarpið ef eitthvað, þó það sé alltaf lykilatriði hvaðan fjármagnið kemur. „Það er ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að Ríkisútvarpið sé á auglýsingamarkaði, síður en svo. En það er heldur ekkert sáluhjálparatriði fyrir mig að það fari af auglýsingamarkaði,“ segir Kolbeinn og bætir við að það sé sjálfsagt að Íslendingar líti í kringum sig til nágrannaþjóða þar sem ríkismiðlar eru sumir hverjir ekki á auglýsingamarkaði. „Það er ekki þannig að auglýsingatekjur RÚV, að þeim yrði bara dreift niður jafnt á alla aðra fjölmiðla, þetta virkar ekki þannig,“ segir Kolbeinn um landslagið ef RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.Spurning hvort einhver myndi leggja til stofnun Ríkisútvarps í dag Óli Björn tók ekki undir fullyrðingar Kolbeins um mikilvægi Ríkisútvarpsins og sagðist spyrja sig hvort einhver myndi leggja til stofnun þess í dag, væri það ekki til. Ástandið í dag væri gjörbreytt frá því sem var þegar Ríkisútvarpinu var komið á fót árið 1930. „Við vorum hér í vor að velta fyrir okkur einhverskonar styrkjakerfi fyrir einkarekna fjölmiðla til þess að létta undir með einkareknum fjölmiðlum til þess að tryggja einhvern veginn að þeir gætu lifað af, ættu einhverja vonir um það að geta stundað hér fjölmiðlun sem við höfum, að minnsta kosti í orði, lagt áherslu á að hér sé frjáls,“ segir Óli Björn. Hann segir það þó ganga gegn öllum sínum prinsippum að stofna styrkjasjóð fyrir einkarekin fyrirtæki fyrir ríkisfjármuni. Hann hafi þó séð að eitthvað hafi þurft að gerast í málum einkarekinna fjölmiðla. „Ég næ ekki þeim árangri sem ég hafði vonast til hér, að minnsta kosti á mínum yngri árum, að það væri hægt að sannfæra Kolbein og fleiri að leggja niður ríkisútvarpið og búa til hér eðlilegt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi fyrir fjölmiðla.“ Hann sagði það ákjósanlegast að Ríkisútvarpið væri rekið með þeim hætti að það hefði sem minnst áhrif á aðra fjölmiðla. Það væri augljóst að þátttaka Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði skekkti markaðinn verulega og því væri nauðsynlegt að rétta markaðinn við og gera stöðuna sanngjarnari. „Það er ekki hægt að gera það öðruvísi heldur en að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði,“ segir Óli Björn.
Fjölmiðlar Sprengisandur Tengdar fréttir Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15 Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11 Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Ungir sjálfstæðismenn mótfallnir frumvarpi Lilju og vilja RÚV af auglýsingamarkaði Samband ungra sjálfstæðismanna ályktar gegn fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra og hvetur stjórnvöld til þess að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 9. júlí 2019 11:15
Lilja reiknar með að fjölmiðlafrumvarp verði samþykkt í haust Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menninarmálaráðherra, reiknar með að fjölmiðlafrumvarp hennar verði afgreitt frá Alþingi í haust þrátt fyrir fyrirvara og andstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins við frumvarpið. Hún reiknar ekki með efnislegum breytingum á frumvarpinu. 24. júní 2019 14:11
Lilja leitar sátta með fjölmiðlafrumvarp sitt Lilja Alfreðsdóttir segir í undirbúningi að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 16. ágúst 2019 08:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent