Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., lenti í fimmta sæti á heimsmeistaramótinu í luftgítar sem haldið var í finnsku borginni Oulu í kvöld. Þar kom hann fram undir nafninu Rock Thor Jr. en hann vann Íslandsmótið í luftgítar sem haldið var á Eistnaflugi í sumar og var því fulltrúi Íslands í heimsmeistarakeppninni.
Hver keppandi fékk að „spila“ undir eitt lag, aðeins í eina mínútu og kaus Steindi að taka bræðing frá rokksveitum á borð við AC/DC.
Steindi hafði heitið því þegar hann varð Íslandsmeistari að vinna keppnina og þar með verða heimsmeistari en það stóðst því miður ekki.
Hægt er að horfa á keppnina hér.
