Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta daginn á lokamóti FedEx bikarsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2019 11:15 Justin Thomas byrjaði mótið með tveggja högga forystu en er nú jafn tveimur öðrum í efsta sæti. AP/John Amis Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka, Xander Schauffele og Justin Thomas eru jafnir á toppnum eftir fyrsta daginn á Tour Championship sem er lokamótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Tour Championship er sýnt beint á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í dag klukkan 17.00 og stendur til 22.00 í kvöld. Efstu menn eru allir á tíu höggum undir pari en þeir léku þó ekki þennan fyrsta hring á sama skori. Kylfingar komu nefnilega inn á þetta móti með „forgjöf“ út frá árangri þeirra á mótinu á undan. Justin Thomas kom því inn í mótið á -10, Brooks Koepka á -7 og Xander Schauffele á -4. Xander Schauffele lék því þeirra best á fyrsta hring en hann kláraði hann á 64 höggum eða sex höggum undir pari.There were 5 players within 5 shots of the lead entering the day... now, there are 12. Co-leaders @BKoepka, @XSchauffele & @JustinThomas34 sit atop @playofffinale at -10.#LiveUnderParpic.twitter.com/EcKvccPWww — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2019 Brooks Koepka lék á þremur höggum undir pari en Justin Thomas var ekki alveg jafnheitur og um síðustu helgi og kláraði fyrstu átján holurnar á parinu. Rory McIlroy minnti líka á sig með því að leika fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari og er því aðeins einu höggi á eftir þremur efstu mönnum á níu höggum undir pari. Næstu menn eru síðan þeir Matt Kuchar og Patrick Cantlay á átta höggum undir pari. Aðeins þrjátíu efstu á stigalistanum unnu sér þátttökurétt á þessu lokamóti en í boði eru fimmtán milljónir dollara, 1,9 milljarða íslenskra króna, fyrir sigurvegarann. Verðlaunafé sigurvegarans hækkað um fimm milljónir dollara milli ára. Brooks Koepka er líklegur til að enda frábært ár á frábæran hátt. Hann varð í öðru sæti á Mastersmótinu, vann PGA meistaramótið, varð annar á Opna bandaríska mótinu og lenti síðan í fjórða sætinu á Opna breska. Hann hefur alls unnið fjögur risamót frá árinu 2017 og er í efsta sæti á heimslistanum.Xander Schauffele came to play Justin Thomas’ rough start Brooks Koepka finishes strong It’s all in The Takeaway from Thursday @PlayoffFinale. pic.twitter.com/EnCm81BB8e — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2019 Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka, Xander Schauffele og Justin Thomas eru jafnir á toppnum eftir fyrsta daginn á Tour Championship sem er lokamótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Tour Championship er sýnt beint á Stöð 2 Golf og hefst útsendingin í dag klukkan 17.00 og stendur til 22.00 í kvöld. Efstu menn eru allir á tíu höggum undir pari en þeir léku þó ekki þennan fyrsta hring á sama skori. Kylfingar komu nefnilega inn á þetta móti með „forgjöf“ út frá árangri þeirra á mótinu á undan. Justin Thomas kom því inn í mótið á -10, Brooks Koepka á -7 og Xander Schauffele á -4. Xander Schauffele lék því þeirra best á fyrsta hring en hann kláraði hann á 64 höggum eða sex höggum undir pari.There were 5 players within 5 shots of the lead entering the day... now, there are 12. Co-leaders @BKoepka, @XSchauffele & @JustinThomas34 sit atop @playofffinale at -10.#LiveUnderParpic.twitter.com/EcKvccPWww — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2019 Brooks Koepka lék á þremur höggum undir pari en Justin Thomas var ekki alveg jafnheitur og um síðustu helgi og kláraði fyrstu átján holurnar á parinu. Rory McIlroy minnti líka á sig með því að leika fyrsta hringinn á fjórum höggum undir pari og er því aðeins einu höggi á eftir þremur efstu mönnum á níu höggum undir pari. Næstu menn eru síðan þeir Matt Kuchar og Patrick Cantlay á átta höggum undir pari. Aðeins þrjátíu efstu á stigalistanum unnu sér þátttökurétt á þessu lokamóti en í boði eru fimmtán milljónir dollara, 1,9 milljarða íslenskra króna, fyrir sigurvegarann. Verðlaunafé sigurvegarans hækkað um fimm milljónir dollara milli ára. Brooks Koepka er líklegur til að enda frábært ár á frábæran hátt. Hann varð í öðru sæti á Mastersmótinu, vann PGA meistaramótið, varð annar á Opna bandaríska mótinu og lenti síðan í fjórða sætinu á Opna breska. Hann hefur alls unnið fjögur risamót frá árinu 2017 og er í efsta sæti á heimslistanum.Xander Schauffele came to play Justin Thomas’ rough start Brooks Koepka finishes strong It’s all in The Takeaway from Thursday @PlayoffFinale. pic.twitter.com/EnCm81BB8e — PGA TOUR (@PGATOUR) August 23, 2019
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira