Ísland molnaði niður í Sviss Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. ágúst 2019 16:45 Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason í baráttunni við þá Clint Capela og Boris Mbala. Mynd/Fiba.basketball Það er stutt á milli í þessu, nokkrum dögum áður leikur liðið gegn Portúgal sennilega sinn besta leik í mörg ár en svo gerist þetta í Sviss. Þetta eru allt of mörg stig sem Sviss setur á okkur,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, spurður út í frammistöðu Íslands gegn Sviss. „Þetta byrjar vel en fer svo að hiksta, menn verða staðir og menn missa augnablikið. Það er hættulegt að spila á þessu kalíberi að vita það aftast í hausnum að þú megir tapa með einhverjum mun þó að menn hafi auðvitað komið í leikinn til að vinna,“ segir Friðrik og heldur áfram: „Sviss óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn á sama tíma og spilamennska Íslands molnaði niður. Sviss var að setja stórar körfur og fá augnablikið með sér og við það grípur um sig smá örvænting hjá Íslandi sem er mannlegt og eðlilegt á sama tíma og Sviss fær blóð á tennurnar og gengur á lagið.“ Hann finnur til með þjálfarateyminu. „Þeim var enginn greiði gerður með að fá enga æfingaleiki í sumar. Þetta voru risavaxnir leikir fyrir framtíðaráform Íslands og þeir fengu ekki leikina sem til þurfti. Kannski var það þetta litla sem vantaði upp á gegn Portúgal úti. Að menn væru búnir að hlaupa af sér hornin.“1 sóknSviss endaði ekki með körfu á síðustu sex mínútum leiksins, þegar skref var dæmt á miðherjann Clint Capela. Vörn Íslands var í molum þegar á reyndi undir lok leiksins. Þegar íslenska vörnin þurfti að stöðva Sviss átti hún engin svör.42%stiga Íslands í seinni hálfleik komu af vítalínunni eða sextán samtals í tuttugu tilraunum.8 fráköstum munaði á liðunum undir körfu Íslands. Ísland réð ekkert við Sviss í baráttunni um fráköstin undir körfu Íslands og fékk Sviss allt of oft fleiri tilraunir í sömu sókninni.102 stigum munaði á úrslitum íslenska liðsins á heima- og útivelli í undankeppni EuroBasket 2021. Ísland vann þrjá af fjórum heimaleikjunum og var 46 stigum yfir á heimavelli í undankeppninni en á útivelli töpuðust allir leikirnir með samanlagt 56 stiga mun.5 stig fékk Ísland úr opnum leik á mikilvægum kafla frá því að Tryggvi Snær kom Íslandi fjórum stigum yfir í upphafi annars leikhluta þar til Martin minnkaði forskot Sviss niður í níu stig tæpum ellefu mínútum síðar. Tólf stig af vítalínunni héldu lífi í Íslandi á þessum tímapunkti.6 þrista setti Ísland niður í átta tilraunum í fyrsta leikhluta. Í næstu þremur leikhlutum hitti Ísland úr þremur af átján skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.29 stigum skilaði Roberto Kovac, nýjasti leikmaður ÍR, gegn Íslandi. Á átta ára ferli með félagsliðum hefur Roberto þrisvar verið með þrjátíu stig eða meira í leik.109 stig setti Sviss í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sviss brýtur hundrað stiga múrinn í opinberum keppnisleik í undankeppni HM eða EM.9 leikjum í röð er Ísland búið að tapa á útivelli í undankeppni EM/HM eða síðan Ísland vann ellefu stiga sigur á Kýpur árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Það er stutt á milli í þessu, nokkrum dögum áður leikur liðið gegn Portúgal sennilega sinn besta leik í mörg ár en svo gerist þetta í Sviss. Þetta eru allt of mörg stig sem Sviss setur á okkur,“ segir Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, spurður út í frammistöðu Íslands gegn Sviss. „Þetta byrjar vel en fer svo að hiksta, menn verða staðir og menn missa augnablikið. Það er hættulegt að spila á þessu kalíberi að vita það aftast í hausnum að þú megir tapa með einhverjum mun þó að menn hafi auðvitað komið í leikinn til að vinna,“ segir Friðrik og heldur áfram: „Sviss óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn á sama tíma og spilamennska Íslands molnaði niður. Sviss var að setja stórar körfur og fá augnablikið með sér og við það grípur um sig smá örvænting hjá Íslandi sem er mannlegt og eðlilegt á sama tíma og Sviss fær blóð á tennurnar og gengur á lagið.“ Hann finnur til með þjálfarateyminu. „Þeim var enginn greiði gerður með að fá enga æfingaleiki í sumar. Þetta voru risavaxnir leikir fyrir framtíðaráform Íslands og þeir fengu ekki leikina sem til þurfti. Kannski var það þetta litla sem vantaði upp á gegn Portúgal úti. Að menn væru búnir að hlaupa af sér hornin.“1 sóknSviss endaði ekki með körfu á síðustu sex mínútum leiksins, þegar skref var dæmt á miðherjann Clint Capela. Vörn Íslands var í molum þegar á reyndi undir lok leiksins. Þegar íslenska vörnin þurfti að stöðva Sviss átti hún engin svör.42%stiga Íslands í seinni hálfleik komu af vítalínunni eða sextán samtals í tuttugu tilraunum.8 fráköstum munaði á liðunum undir körfu Íslands. Ísland réð ekkert við Sviss í baráttunni um fráköstin undir körfu Íslands og fékk Sviss allt of oft fleiri tilraunir í sömu sókninni.102 stigum munaði á úrslitum íslenska liðsins á heima- og útivelli í undankeppni EuroBasket 2021. Ísland vann þrjá af fjórum heimaleikjunum og var 46 stigum yfir á heimavelli í undankeppninni en á útivelli töpuðust allir leikirnir með samanlagt 56 stiga mun.5 stig fékk Ísland úr opnum leik á mikilvægum kafla frá því að Tryggvi Snær kom Íslandi fjórum stigum yfir í upphafi annars leikhluta þar til Martin minnkaði forskot Sviss niður í níu stig tæpum ellefu mínútum síðar. Tólf stig af vítalínunni héldu lífi í Íslandi á þessum tímapunkti.6 þrista setti Ísland niður í átta tilraunum í fyrsta leikhluta. Í næstu þremur leikhlutum hitti Ísland úr þremur af átján skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.29 stigum skilaði Roberto Kovac, nýjasti leikmaður ÍR, gegn Íslandi. Á átta ára ferli með félagsliðum hefur Roberto þrisvar verið með þrjátíu stig eða meira í leik.109 stig setti Sviss í leiknum. Þetta var í fyrsta sinn sem Sviss brýtur hundrað stiga múrinn í opinberum keppnisleik í undankeppni HM eða EM.9 leikjum í röð er Ísland búið að tapa á útivelli í undankeppni EM/HM eða síðan Ísland vann ellefu stiga sigur á Kýpur árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira