Landgræðsla innan þjóðgarðs hefur staðið yfir í tvo áratugi Sveinn Arnarsson skrifar 23. ágúst 2019 06:15 Herðubreiðarlindir eru að margra mati einn fegursti staður hálendisins. Fréttablaðið/GVA Endurheimt gróðurs innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið stunduð síðan árið 1998 þó að þjóðgarðurinn sé friðaður. Uppbygging þjóðgarðs stöðvar þannig ekki að illa farið land sé endurheimt. Landgræðslan og Skógræktin hafa sent inn umsögn vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að setja á laggirnar hálendisþjóðgarð. Hafa stofnanirnar sagt að mikilvægt væri að þjóðgarður myndi ekki festa í sessi illa farið land heldur að hægt væri að græða upp hálendið og endurheimta þar með fokið land. Guðmundur Ingi Guðbrandsson lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið í gær að eitt af tækifærum við miðhálendisþjóðgarð væri að endurheimta gróður og jarðveg og að slíka endurheimt mætti til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir það einmitt vera eitt af markmiðunum garðsins. „Landgræðsla og endurheimt landgæða er ekki bönnuð innan Vatnajökulsþjóðgarðs heldur er frekar hvatt til slíks. Í stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðsins stendur að stöðva eigi gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa,“ segir Magnús. Í verndaráætlun þjóðgarðsins er jafnframt bent á þetta og fullyrt að mikil jarðvegseyðing hafi átt sér stað. „Gróður- og jarðvegseyðing hefur víða leitt til landhnignunar innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er að stöðva landeyðingu þar sem þess er kostur og stuðla að vistheimt illa farins lands. Stuðlað verður að vistheimt raskaðra vistkerfa á þeim svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í samráði við Landgræðsluna, telja nauðsynlegt. Inngripum í náttúrulega framvinduferla skal haldið í lágmarki,“ segir í verndaráætluninni. Í áætluninni eru einnig talin upp landgræðslusvæði á Norðurlandi þar sem ákjósanlegt er að græða upp land. Frá árinu 1998 hafa landgræðslan og þjóðgarðurinn staðið að árlegum landgræðsluaðgerðum. Sex árum síðar, árið 2004, var verkefnið tekið út og það talið hafa skilað ágætum árangri. Landgræðslusvæði eru einnig innan austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Kárahnjúkavirkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins er þar í góðu samstarfi við landgræðsluna varðandi uppgræðslu á því svæði. Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Endurheimt gróðurs innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið stunduð síðan árið 1998 þó að þjóðgarðurinn sé friðaður. Uppbygging þjóðgarðs stöðvar þannig ekki að illa farið land sé endurheimt. Landgræðslan og Skógræktin hafa sent inn umsögn vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um að setja á laggirnar hálendisþjóðgarð. Hafa stofnanirnar sagt að mikilvægt væri að þjóðgarður myndi ekki festa í sessi illa farið land heldur að hægt væri að græða upp hálendið og endurheimta þar með fokið land. Guðmundur Ingi Guðbrandsson lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið í gær að eitt af tækifærum við miðhálendisþjóðgarð væri að endurheimta gróður og jarðveg og að slíka endurheimt mætti til dæmis sjá í Vatnajökulsþjóðgarði. Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir það einmitt vera eitt af markmiðunum garðsins. „Landgræðsla og endurheimt landgæða er ekki bönnuð innan Vatnajökulsþjóðgarðs heldur er frekar hvatt til slíks. Í stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðsins stendur að stöðva eigi gróður- og jarðvegseyðingu og stuðla að vistheimt raskaðra vistkerfa,“ segir Magnús. Í verndaráætlun þjóðgarðsins er jafnframt bent á þetta og fullyrt að mikil jarðvegseyðing hafi átt sér stað. „Gróður- og jarðvegseyðing hefur víða leitt til landhnignunar innan marka þjóðgarðsins. Brýnt er að stöðva landeyðingu þar sem þess er kostur og stuðla að vistheimt illa farins lands. Stuðlað verður að vistheimt raskaðra vistkerfa á þeim svæðum sem þjóðgarðsyfirvöld, í samráði við Landgræðsluna, telja nauðsynlegt. Inngripum í náttúrulega framvinduferla skal haldið í lágmarki,“ segir í verndaráætluninni. Í áætluninni eru einnig talin upp landgræðslusvæði á Norðurlandi þar sem ákjósanlegt er að græða upp land. Frá árinu 1998 hafa landgræðslan og þjóðgarðurinn staðið að árlegum landgræðsluaðgerðum. Sex árum síðar, árið 2004, var verkefnið tekið út og það talið hafa skilað ágætum árangri. Landgræðslusvæði eru einnig innan austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, nálægt Kárahnjúkavirkjun. Starfsfólk þjóðgarðsins er þar í góðu samstarfi við landgræðsluna varðandi uppgræðslu á því svæði.
Birtist í Fréttablaðinu Skógrækt og landgræðsla Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira