Ný heilbrigðisstefna –leiðarvísir til framtíðar Svandís Svavarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 08:00 Öll viljum við fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta grunnstoðir kerfisins. Heilbrigðiskerfi eru flókin og margþætt og þjónustuveitendur eru margir. Mikilvægt er að hlutverk og ábyrgð séu skýr til að tryggja gæði, öryggi og skilvirkni. Það er lögbundið hlutverk heilbrigðisráðherra að marka stefnu í heilbrigðismálum. Frá því að heilbrigðisáætlun rann sitt skeið árið 2010 hafa verið gerðar nokkrar atrennur að mótun slíkrar stefnu en það hefur ekki tekist fyrr en nú í byrjun júní þegar Alþingi samþykkti Heilbrigðisstefnu til 2030. Stefnan var samþykkt mótatkvæðalaust með 45 atkvæðum og er þannig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Samþykkt heilbrigðisstefnu á Alþingi eru því mikilvæg tímamót og kærkomin.Fjölbreytt verkefni Verkefni heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma í samstarfi við stofnanir heilbrigðiskerfisins, er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni. Um það fjallar heilbrigðisstefnan. Hún fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjónustu við sjúklinga. Um innleiðingu og notkun mælikvarða á gæði og árangur heilbrigðisþjónustu sem endurspegla hvernig þjónustu er ætlað að mæta þörfum sjúklinga og samfélagsins í heild. Um mikilvæga hvata í fjármögnunar- og greiðslukerfum sem eiga að tryggja sjúklingum að heilbrigðisvandamál þeirra séu meðhöndluð með heildarsýn að leiðarljósi. Um innleiðingu nýrra meðferða, lyfja og tækja og þær kröfur sem gera verður til gagnreyndrar þekkingar. Um leiðsögn og upplýsingagjöf til sjúklinga og almennings og leiðir til að auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð og taka upplýstar ákvarðanir í málum sem varða þeirra eigin heilsu. Loks er fjallað um mönnun heilbrigðiskerfisins, forystu og stjórnun, starfsumhverfi, vísindastarf, menntun og ótal margt fleira. Aðgerðaáætlun til fimm ára í senn Til að hrinda heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í framkvæmd hef ég nú þegar lagt fram aðgerðaáætlun til fimm ára en í stefnunni er kveðið á um að slíkt sé gert árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi. Innleiðing jafn umfangsmikillar stefnu og heilbrigðisstefnu krefst samstilltra vinnubragða þeirra fjölmörgu þjónustuveitenda og hagsmunaaðila sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mikil ábyrgð hvílir á stjórnendum þeirra stofnana sem heyra til ráðuneytisins að samþætta heilbrigðisstefnu inn í stefnu og starfsáætlun hverrar stofnunar. Innleiðing nýrrar heilbrigðisstefnu er hafin en um þessar mundir er verið að kynna stefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Þegar hafa verið haldnir fundir á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Akranesi, í Reykjanesbæ og nú síðast á Egilsstöðum. Í september verða svo haldnir fundir á höfuðborgarsvæðinu. Á fundunum gefst tækifæri til að kynna stefnuna og ræða við starfsfólk heilbrigðiskerfisins, sveitarfélögin og íbúa hvers umdæmis um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu hratt forstjórar heilbrigðisstofnananna hafa tileinkað sér stefnuna og hversu vel má merkja áhrif nýrrar heilbrigðisstefnu á stefnu og starfsemi heilbrigðisstofnana og annarra lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu. Það er sannfæring mín að sú heilbrigðisstefna sem nú hefur verið samþykkt verði leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og enn betra heilbrigðiskerfi til framtíðar fyrir okkur öll. Við höfum einstakt tækifæri í okkar góða samfélagi til þess að íslenska heilbrigðiskerfið verði enn sterkara og samfelldara og í fremstu röð á heimsvísu. Heilbrigðisstefna til 2030 vísar okkur veginn til þeirrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við fá notið góðrar heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Samfélag þar sem heilbrigðiskerfið er öflugt er gott samfélag. Íslenska heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum. Til þess að við getum boðið upp á heilbrigðiskerfi sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi þarf að treysta grunnstoðir kerfisins. Heilbrigðiskerfi eru flókin og margþætt og þjónustuveitendur eru margir. Mikilvægt er að hlutverk og ábyrgð séu skýr til að tryggja gæði, öryggi og skilvirkni. Það er lögbundið hlutverk heilbrigðisráðherra að marka stefnu í heilbrigðismálum. Frá því að heilbrigðisáætlun rann sitt skeið árið 2010 hafa verið gerðar nokkrar atrennur að mótun slíkrar stefnu en það hefur ekki tekist fyrr en nú í byrjun júní þegar Alþingi samþykkti Heilbrigðisstefnu til 2030. Stefnan var samþykkt mótatkvæðalaust með 45 atkvæðum og er þannig sameign okkar allra. Hún skapar heilbrigðisþjónustunni í landinu mikilvægan ramma sem er til þess fallinn að sameina krafta þeirra fjölmörgu aðila sem þurfa að vinna saman til að mæta sem best þörfum þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Samþykkt heilbrigðisstefnu á Alþingi eru því mikilvæg tímamót og kærkomin.Fjölbreytt verkefni Verkefni heilbrigðisyfirvalda á hverjum tíma í samstarfi við stofnanir heilbrigðiskerfisins, er að skapa heildrænt kerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi þar sem saman fara gæði, öryggi, skilvirkni og hagkvæmni. Um það fjallar heilbrigðisstefnan. Hún fjallar um skipulag, verkaskiptingu og ábyrgð innan heilbrigðiskerfisins í þágu bættrar þjónustu við sjúklinga. Um innleiðingu og notkun mælikvarða á gæði og árangur heilbrigðisþjónustu sem endurspegla hvernig þjónustu er ætlað að mæta þörfum sjúklinga og samfélagsins í heild. Um mikilvæga hvata í fjármögnunar- og greiðslukerfum sem eiga að tryggja sjúklingum að heilbrigðisvandamál þeirra séu meðhöndluð með heildarsýn að leiðarljósi. Um innleiðingu nýrra meðferða, lyfja og tækja og þær kröfur sem gera verður til gagnreyndrar þekkingar. Um leiðsögn og upplýsingagjöf til sjúklinga og almennings og leiðir til að auðvelda almenningi að vera virkir þátttakendur í eigin meðferð og taka upplýstar ákvarðanir í málum sem varða þeirra eigin heilsu. Loks er fjallað um mönnun heilbrigðiskerfisins, forystu og stjórnun, starfsumhverfi, vísindastarf, menntun og ótal margt fleira. Aðgerðaáætlun til fimm ára í senn Til að hrinda heilbrigðisstefnu til ársins 2030 í framkvæmd hef ég nú þegar lagt fram aðgerðaáætlun til fimm ára en í stefnunni er kveðið á um að slíkt sé gert árlega meðan heilbrigðisstefnan er í gildi. Innleiðing jafn umfangsmikillar stefnu og heilbrigðisstefnu krefst samstilltra vinnubragða þeirra fjölmörgu þjónustuveitenda og hagsmunaaðila sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. Mikil ábyrgð hvílir á stjórnendum þeirra stofnana sem heyra til ráðuneytisins að samþætta heilbrigðisstefnu inn í stefnu og starfsáætlun hverrar stofnunar. Innleiðing nýrrar heilbrigðisstefnu er hafin en um þessar mundir er verið að kynna stefnuna í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Þegar hafa verið haldnir fundir á Akureyri, Ísafirði, Selfossi, Akranesi, í Reykjanesbæ og nú síðast á Egilsstöðum. Í september verða svo haldnir fundir á höfuðborgarsvæðinu. Á fundunum gefst tækifæri til að kynna stefnuna og ræða við starfsfólk heilbrigðiskerfisins, sveitarfélögin og íbúa hvers umdæmis um hvað felst í stefnunni, hvaða breytingar hún er líkleg til að hafa í för með sér og hvers vegna hún skiptir svo miklu máli, hvort heldur í þéttbýli eða í dreifðari byggðum landsins. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu hratt forstjórar heilbrigðisstofnananna hafa tileinkað sér stefnuna og hversu vel má merkja áhrif nýrrar heilbrigðisstefnu á stefnu og starfsemi heilbrigðisstofnana og annarra lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu. Það er sannfæring mín að sú heilbrigðisstefna sem nú hefur verið samþykkt verði leiðarvísir við uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og enn betra heilbrigðiskerfi til framtíðar fyrir okkur öll. Við höfum einstakt tækifæri í okkar góða samfélagi til þess að íslenska heilbrigðiskerfið verði enn sterkara og samfelldara og í fremstu röð á heimsvísu. Heilbrigðisstefna til 2030 vísar okkur veginn til þeirrar framtíðar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun