Fékk tvo blóðtappa vegna getnaðarvarnapillu: „Ég var bara að reyna að þrauka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 12:35 Lára var á getnaðarvarnarpillunni Microgyn og fékk tvo blóðtappa vegna hennar. Hún vill vekja athygli kvenna á mikilvægi þess að skoða lyfseðla mjög gaumgæfilega og ræða við sína lækna um áhættuþætti sem fylgja getnaðarvörnum Lára Ingólfsdóttir, 35 ára einstæð móðir frá Akranesi, greindist fyrir rúmlega ári með blóðtappa í báðum lungum eftir að hafa um langt skeið glímt við veikindi sem læknar afskrifuðu sem flensu. Ástæðan var í raun getnaðarvarnapillan Microgyn sem hún hafði verið á frá unglingsárum. Lára steig fram í Íslandi í dag og greindi frá sinni sögu. „Ég var búin að vera með - í alveg töluvert marga mánuði - ýmis einkenni. Það var alltaf eins og ég væri með kvef og eitthvað slen í manni. Alltaf með vöðvabólgu og ýmislegt en þá voru þetta allt bara einkenni blóðtappa,“ segir Lára sem útskýrir hvernig veikindin byrjuðu. Hún fór í fjögurra klukkustunda flugferð til útlanda með vinkonum sínum í lok apríl. Það var þá sem hún fann fyrst fyrir óþægindum vegna blóðtappanna. Læknar hafa sagt henni að þeir telji að tapparnir hefðu myndast í fluginu. Næstu daga fann hún fyrir verk sem virtist hreyfanlegur. Hann leitaði upp fótlegginn á henni. „Ég náttúrulega er í vinnu þar sem ég labba mikið og stend og ég var alltaf að finna svona pínu verk. Þetta var samt ekki þannig að ég væri alveg að drepast, ég gat alveg unnið og svoleiðis en þetta var svona verkur að innanverðu og ég var alltaf svona aum þegar ég ýtti á hann og var með svona smá roða. […] Fyrst var ég með hann þarna niðri og svo var hann alltaf farinn að leiða upp. Ég fann alveg að ég var oft þreytt í löppunum. Þetta var oft að hafa áhrif, þetta var öðru megin. Þetta leiddi síðan alveg upp og hvarf bara þegar þetta var komið alveg upp í nára,“ segir Lára.Útskrifuð með sýklalyf og sögð vera með flensu Stuttu eftir að verkurinn hvarf fór Lára að finna fyrir miklum þyngslum yfir brjóstkassa sem olli henni miklum óþægindum. Hún fór ítrekað til læknis þar sem hún var útskrifuð með flensu og fékk sýklalyf sem virkuðu eðli málsins samkvæmt ekki og fóru heldur illa í Láru. Lára var einnig sett í hjartalínurit, var hlustuð en ekkert sást í þeim skoðunum. „Mér leið bara á tímabili eins og ég væri bara að bera hundrað kíló á herðum mér. Maður var mjög þreyttur eftir daginn og þetta voru mikil þyngsli. Svo var ég farin að finna þetta alveg upp hálsinn og var oft þreytt í munninum, þetta var voða skrítið og svo aftan í bakið. Þegar leið á sumarið þá var ég farin að fá rosaleg hóstaköst og var andstutt. Næturnar voru orðnar ansi erfiðar þá, maður var svo móður alltaf og eins í vinnunni. Ég var að labba og maður var orðinn alveg kaldsveittur og átti bara erfitt með að spjalla við fólk yfir höfuð. Það gekk svona alveg í dálítinn tíma. Þá telja þeir [læknar] einmitt, að þegar ég fer að fá þyngslin fyrir hjartað, þá hafi blóðtappinn örugglega skotist upp og byrjað að stífla blóðflæðið til hjartans og þess vegna var ég farin að finna þyngslin.“Lára Ingólfsdóttir er 35 ára einstæð móðir og býr ásamt syni sínum og hvolpi á Akranesi.Vaknaði einn morguninn og náði ekki andanum Lára reyndi í sífellu að láta einkennin ekki halda aftur af sér. Hún varð þó frekar smeyk þegar hún vaknaði eina nóttina og náði vart andanum. „Ég vaknaði í andköf og vissi ekki hvar loftið var og reyndi að anda. Fyrsta hugsunin sem ég fékk þá var að vinkona mín hefur fengið svona kvíðakast og henni var ráðlagt að anda í poka. Fyrsta hugsunin mín var að anda í poka. Ég lagðist bara inn á bað og var að anda í poka og reyna að koma súrefninu af stað. Ég viðurkenni að ég var orðin pínu smeyk og pínu hrædd. En þrjóskan dró mig alltaf áfram. Ég fór í vinnuna og ég veit ekki hvernig ég leysti þessi verkefni.“ Eftir vinnu fór hún í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr í blokk. Vinkonunni leist ekkert á blikuna þegar hún sá Láru andstudda koma skríðandi upp stigana í blokkinni. Vinkonan sannfærði hana um að hringja aftur í lækni. Læknirinn sendi Láru í blóðprufu og hlustaði á hjartað í henni en hann fann ekki út hvað hrjáði hana. Hann sagði að lokum að Lára væri sennilega með flensu. Það var ekki fyrr en tíu dögum seinna að samstarfskona Láru lét í ljós áhyggjur sínar. Henni leist ekkert á heilsufar Láru því hún væri ekki sjálfri sér lík og hvatti hana til að leita enn einu sinni til læknis. Guðmundur læknir hætti ekki fyrr en hann fann orsök veikindanna „Þá var ég svo rosalega heppin að hitta hann Guðmund Benediktsson og þá var ég einmitt orðin svolítið langt leidd. Ég man mjög takmarkað eftir þessum dögum og ég veit ekki hvernig ég fór að. Maður var náttúrulega hálfsúrefnislaus þannig lagað séð. Hann einmitt kveikti bara. Honum fannst voða skrítið að þegar ég labbaði frá biðstofunni og inn til hans að ég ætlaði varla að ná inn á stofu hjá honum og þurfti bara að fá að setjast niður hjá honum og fá að anda í smástund áður en ég sagði hvað ég héti.“ Guðmundur sagði þá við Láru bestu orð sem hún hafði heyrt í langan tíma því Lára óttaðist að hún gæti ekki þraukað mikið lengur.„Heyrðu, þú ferð bara ekkert héðan fyrr en ég veit hvað er að þér.“ Það kom ekki í ljós að Lára væri með blóðtappa fyrr en Guðmundur sprautaði svokölluðu skuggalyfi í æðarnar á henni því þá sáust blóðtapparnir tveir í myndatöku. Þeir höfðu þá stíflað að einhverju leyti lungun á henni. Guðmundur lagði Láru þegar í stað inn á spítala og gaf henni blóðþynnandi lyf. Léttir að fá rétta greiningu Aðspurð hvernig henni hefði liðið að heyra að hún væri með blóðtappa segir Lára: „Það var alveg pínu sjokk sko. Þetta var líka samt pínu léttir að vita því maður var farinn að segja alltaf við sig, hættu þessum aumingjaskap. Þetta var ekki aumingjaskapur. Ég var bara að þrauka. Það var léttir að vita að það var ástæða fyrir því að ég væri svona. Bæði léttir og svo náttúrulega sjokk.“ Lára var á getnaðarvarnarpillunni Microgyn og vill hún vekja athygli á málinu og benda konum á að skoða lyfseðla mjög vel og ræða við sína lækna um þá áhættuþætti sem fylgja getnaðarvörnum og segir hún að þrátt fyrir að getnaðarvarnapillan hafi hjálpað henni að takast á við afar slæma tíðaverki að þá hafi hún ekki tekið þá áhættu hefði hún verið meðvituð um skaðsemi pillunnar. Heilbrigðismál Jafnréttismál Lyf Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Lára Ingólfsdóttir, 35 ára einstæð móðir frá Akranesi, greindist fyrir rúmlega ári með blóðtappa í báðum lungum eftir að hafa um langt skeið glímt við veikindi sem læknar afskrifuðu sem flensu. Ástæðan var í raun getnaðarvarnapillan Microgyn sem hún hafði verið á frá unglingsárum. Lára steig fram í Íslandi í dag og greindi frá sinni sögu. „Ég var búin að vera með - í alveg töluvert marga mánuði - ýmis einkenni. Það var alltaf eins og ég væri með kvef og eitthvað slen í manni. Alltaf með vöðvabólgu og ýmislegt en þá voru þetta allt bara einkenni blóðtappa,“ segir Lára sem útskýrir hvernig veikindin byrjuðu. Hún fór í fjögurra klukkustunda flugferð til útlanda með vinkonum sínum í lok apríl. Það var þá sem hún fann fyrst fyrir óþægindum vegna blóðtappanna. Læknar hafa sagt henni að þeir telji að tapparnir hefðu myndast í fluginu. Næstu daga fann hún fyrir verk sem virtist hreyfanlegur. Hann leitaði upp fótlegginn á henni. „Ég náttúrulega er í vinnu þar sem ég labba mikið og stend og ég var alltaf að finna svona pínu verk. Þetta var samt ekki þannig að ég væri alveg að drepast, ég gat alveg unnið og svoleiðis en þetta var svona verkur að innanverðu og ég var alltaf svona aum þegar ég ýtti á hann og var með svona smá roða. […] Fyrst var ég með hann þarna niðri og svo var hann alltaf farinn að leiða upp. Ég fann alveg að ég var oft þreytt í löppunum. Þetta var oft að hafa áhrif, þetta var öðru megin. Þetta leiddi síðan alveg upp og hvarf bara þegar þetta var komið alveg upp í nára,“ segir Lára.Útskrifuð með sýklalyf og sögð vera með flensu Stuttu eftir að verkurinn hvarf fór Lára að finna fyrir miklum þyngslum yfir brjóstkassa sem olli henni miklum óþægindum. Hún fór ítrekað til læknis þar sem hún var útskrifuð með flensu og fékk sýklalyf sem virkuðu eðli málsins samkvæmt ekki og fóru heldur illa í Láru. Lára var einnig sett í hjartalínurit, var hlustuð en ekkert sást í þeim skoðunum. „Mér leið bara á tímabili eins og ég væri bara að bera hundrað kíló á herðum mér. Maður var mjög þreyttur eftir daginn og þetta voru mikil þyngsli. Svo var ég farin að finna þetta alveg upp hálsinn og var oft þreytt í munninum, þetta var voða skrítið og svo aftan í bakið. Þegar leið á sumarið þá var ég farin að fá rosaleg hóstaköst og var andstutt. Næturnar voru orðnar ansi erfiðar þá, maður var svo móður alltaf og eins í vinnunni. Ég var að labba og maður var orðinn alveg kaldsveittur og átti bara erfitt með að spjalla við fólk yfir höfuð. Það gekk svona alveg í dálítinn tíma. Þá telja þeir [læknar] einmitt, að þegar ég fer að fá þyngslin fyrir hjartað, þá hafi blóðtappinn örugglega skotist upp og byrjað að stífla blóðflæðið til hjartans og þess vegna var ég farin að finna þyngslin.“Lára Ingólfsdóttir er 35 ára einstæð móðir og býr ásamt syni sínum og hvolpi á Akranesi.Vaknaði einn morguninn og náði ekki andanum Lára reyndi í sífellu að láta einkennin ekki halda aftur af sér. Hún varð þó frekar smeyk þegar hún vaknaði eina nóttina og náði vart andanum. „Ég vaknaði í andköf og vissi ekki hvar loftið var og reyndi að anda. Fyrsta hugsunin sem ég fékk þá var að vinkona mín hefur fengið svona kvíðakast og henni var ráðlagt að anda í poka. Fyrsta hugsunin mín var að anda í poka. Ég lagðist bara inn á bað og var að anda í poka og reyna að koma súrefninu af stað. Ég viðurkenni að ég var orðin pínu smeyk og pínu hrædd. En þrjóskan dró mig alltaf áfram. Ég fór í vinnuna og ég veit ekki hvernig ég leysti þessi verkefni.“ Eftir vinnu fór hún í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr í blokk. Vinkonunni leist ekkert á blikuna þegar hún sá Láru andstudda koma skríðandi upp stigana í blokkinni. Vinkonan sannfærði hana um að hringja aftur í lækni. Læknirinn sendi Láru í blóðprufu og hlustaði á hjartað í henni en hann fann ekki út hvað hrjáði hana. Hann sagði að lokum að Lára væri sennilega með flensu. Það var ekki fyrr en tíu dögum seinna að samstarfskona Láru lét í ljós áhyggjur sínar. Henni leist ekkert á heilsufar Láru því hún væri ekki sjálfri sér lík og hvatti hana til að leita enn einu sinni til læknis. Guðmundur læknir hætti ekki fyrr en hann fann orsök veikindanna „Þá var ég svo rosalega heppin að hitta hann Guðmund Benediktsson og þá var ég einmitt orðin svolítið langt leidd. Ég man mjög takmarkað eftir þessum dögum og ég veit ekki hvernig ég fór að. Maður var náttúrulega hálfsúrefnislaus þannig lagað séð. Hann einmitt kveikti bara. Honum fannst voða skrítið að þegar ég labbaði frá biðstofunni og inn til hans að ég ætlaði varla að ná inn á stofu hjá honum og þurfti bara að fá að setjast niður hjá honum og fá að anda í smástund áður en ég sagði hvað ég héti.“ Guðmundur sagði þá við Láru bestu orð sem hún hafði heyrt í langan tíma því Lára óttaðist að hún gæti ekki þraukað mikið lengur.„Heyrðu, þú ferð bara ekkert héðan fyrr en ég veit hvað er að þér.“ Það kom ekki í ljós að Lára væri með blóðtappa fyrr en Guðmundur sprautaði svokölluðu skuggalyfi í æðarnar á henni því þá sáust blóðtapparnir tveir í myndatöku. Þeir höfðu þá stíflað að einhverju leyti lungun á henni. Guðmundur lagði Láru þegar í stað inn á spítala og gaf henni blóðþynnandi lyf. Léttir að fá rétta greiningu Aðspurð hvernig henni hefði liðið að heyra að hún væri með blóðtappa segir Lára: „Það var alveg pínu sjokk sko. Þetta var líka samt pínu léttir að vita því maður var farinn að segja alltaf við sig, hættu þessum aumingjaskap. Þetta var ekki aumingjaskapur. Ég var bara að þrauka. Það var léttir að vita að það var ástæða fyrir því að ég væri svona. Bæði léttir og svo náttúrulega sjokk.“ Lára var á getnaðarvarnarpillunni Microgyn og vill hún vekja athygli á málinu og benda konum á að skoða lyfseðla mjög vel og ræða við sína lækna um þá áhættuþætti sem fylgja getnaðarvörnum og segir hún að þrátt fyrir að getnaðarvarnapillan hafi hjálpað henni að takast á við afar slæma tíðaverki að þá hafi hún ekki tekið þá áhættu hefði hún verið meðvituð um skaðsemi pillunnar.
Heilbrigðismál Jafnréttismál Lyf Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira