Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 13:00 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher’s Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. Butcher’s Classics mótið er stærsta CrossFit mót Danmerkur en það fer fram í Ballerup Super Arena í útjaðri Kaupmannahafnar. Það er þó ein stór breyting frá síðustu CrossFit mótum þeirra Anníe og Katrínar þar sem þær hafa verið í keppni við hvora aðra sem og aðrar bestu CrossFit konur heimsins. Þetta mót í Kaupmannahöfn er liðakeppni og munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa þar saman í tveggja manna liði. Þær hafa verið við æfingar á Íslandi undanfarna daga og verða væntanlega erfiðar viðureignar á þessu móti. Ekstrabladet skrifar meðal annars um kom þessara tveggja heimsfrægu CrossFit stjarna frá Íslandi en þær Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Blaðamaður Ekstrabladet skrifar að þótt Danir þekki þessar íslensku stelpur kannski lítið þá séu þær heimsfrægar enda með samtals tæplega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram. „Þrátt fyrir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé aðeins 26 ára gömul þá er hún nýbúin að gefa út ævisögu sína og þá hefur íþróttavöruframleiðandinn Reebok borgað Anníe Þórisdóttur í mörg ár fyrir að vera sendiherra fyrirtækisins innan CrossFit íþróttarinnar,“ segir í grein Ekstrabladet. Í grein kemur fram að þetta verður í fyrsta sinn sem tveir heimsmeistarar taka þátt í þessu árlega móti sem fer nú fram í níunda skiptið. Þetta verður fyrsta CrossFit mót Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir heimsleikana þar sem Katrín varð fjórða en Anníe tólfta. View this post on InstagramWe are proud to have these two and many other top athletes competing at Reebok Butchers Classics in @ballerupsuperarena this weekend! We haven’t seen a CrossFit competition in Denmark like this since Regionals in 2015. Ticket sale is booming but you can still buy yours at Billetto.dk (link in bio) Hope to see you there @butchersclassics @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @anniethorisdottir @katrintanja @morningchalkup @talkingelitefitness @thebarbellspin A post shared by Butcher's Lab (@butcherslab) on Aug 20, 2019 at 7:22am PDT CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira
Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher’s Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli. Butcher’s Classics mótið er stærsta CrossFit mót Danmerkur en það fer fram í Ballerup Super Arena í útjaðri Kaupmannahafnar. Það er þó ein stór breyting frá síðustu CrossFit mótum þeirra Anníe og Katrínar þar sem þær hafa verið í keppni við hvora aðra sem og aðrar bestu CrossFit konur heimsins. Þetta mót í Kaupmannahöfn er liðakeppni og munu þær Anníe Mist og Katrín Tanja keppa þar saman í tveggja manna liði. Þær hafa verið við æfingar á Íslandi undanfarna daga og verða væntanlega erfiðar viðureignar á þessu móti. Ekstrabladet skrifar meðal annars um kom þessara tveggja heimsfrægu CrossFit stjarna frá Íslandi en þær Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum. Blaðamaður Ekstrabladet skrifar að þótt Danir þekki þessar íslensku stelpur kannski lítið þá séu þær heimsfrægar enda með samtals tæplega þrjár milljónir fylgjenda á Instagram. „Þrátt fyrir að Katrín Tanja Davíðsdóttir sé aðeins 26 ára gömul þá er hún nýbúin að gefa út ævisögu sína og þá hefur íþróttavöruframleiðandinn Reebok borgað Anníe Þórisdóttur í mörg ár fyrir að vera sendiherra fyrirtækisins innan CrossFit íþróttarinnar,“ segir í grein Ekstrabladet. Í grein kemur fram að þetta verður í fyrsta sinn sem tveir heimsmeistarar taka þátt í þessu árlega móti sem fer nú fram í níunda skiptið. Þetta verður fyrsta CrossFit mót Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir heimsleikana þar sem Katrín varð fjórða en Anníe tólfta. View this post on InstagramWe are proud to have these two and many other top athletes competing at Reebok Butchers Classics in @ballerupsuperarena this weekend! We haven’t seen a CrossFit competition in Denmark like this since Regionals in 2015. Ticket sale is booming but you can still buy yours at Billetto.dk (link in bio) Hope to see you there @butchersclassics @reeboknordics @gorillagripnl @noccodanmark @anniethorisdottir @katrintanja @morningchalkup @talkingelitefitness @thebarbellspin A post shared by Butcher's Lab (@butcherslab) on Aug 20, 2019 at 7:22am PDT
CrossFit Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Sjá meira