Ekki rétt gefið í miðbæ Reykjavíkur Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. ágúst 2019 06:15 Þórir hefur langa reynslu af veitingarekstri og rak um skeið veitingastað í Tékklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir stefnu borgaryfirvalda skekkja samkeppnisstöðu. Heft aðengi að miðbænum þyngi róðurinn í veitingarekstri. Þaulreyndur veitingamaður og eigandi atvinnuhúsnæðis í miðbænum segir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Samkeppnisstaða veitingahúsa gagnvart matarvögnum sé skökk og heft aðgengi að miðbænum þyngi róðurinn. Markaðurinn birti í gær ýtarlega umfjöllun um stöðu veitingastaða í miðborg Reykjavíkur. Veitinga- og kaupmenn í borginni voru sammála um að ferlið við að koma á fót fyrirtæki í borginni væri gríðarlega þungt í vöfum. Fyrirtækjaeigendunum bar saman um að samráðsleysi borgarinnar í tengslum við framkvæmdir væri baggi á rekstrinum. Á köflum væri ómögulegt að ná tali af starfsmönnum borgarinnar til þess að fá svör eða úr málum greitt. Þórir Gunnarsson er menntaður matreiðslumaður og starfaði í veitingageiranum í meira en hálfa öld. Hann er jafnframt einn af eigendum nýbyggingarinnar að Tryggvagötu 13 þar sem jarðhæðin er leigð sushi-veitingastað og kaffihúsi. „Þegar ég byrjaði fyrst að starfa á veitingahúsi árið 1962 var þumalputtareglan þessi: 25-30 prósent af tekjum fara í laun, 30 prósent í hráefni, síðan er annar kostnaður eins og leiga en þú áttir alltaf 10-12 prósent eftir. Eins og staðan er í dag eru laun og launatengd gjöld komin upp úr öllu valdi. Þegar launahlutfallið er farið yfir 50 prósent þá gengur dæmið ekki upp og staðirnir fara á hausinn,“ segir Þórir. Í anda þess sem kom fram í máli veitingamanna í umfjöllun Markaðarins í gær segir Þórir að stefna Reykjavíkurborgar sé til þess fallin að grafa undan veitingarekstri í miðbænum. Nefnir hann í því samhengi ójafna samkeppni veitingastaða við matarvagna, eða kofana eins og hann kallar þá. „Kofarnir bera enga skyldu gagnvart neinum og geta farið þegar þeim hentar en þeir eru í beinni samkeppni við veitingastaðina sem eru að þjónusta fólk allt árið. Til dæmis, þegar matarmarkaður stóð yfir á Geirsgötunni fyrir um 3-4 vikum þá hlupu gestirnir yfir götuna til að nota klósettaðstöðu veitingastaðanna sem eru í byggingunni okkar og fleiri nærliggjandi staða,“ segir Þórir. „Síðan er verðlagið hjá þeim ekkert lægra en hjá veitingastöðum þrátt fyrir að það sé reginmunur á undirbúningnum, fjárfestingunni og leyfisveitingarferlinu. Það er ekki rétt gefið,“ segir Þórir. Borgin úthluti stöðuleyfum fyrir matarvagna sem séu aðeins brot af fasteignagjöldum sem veitingastaðir greiða óbeint til borgarinnar í formi hærra leiguverðs. Þá segir Þórir að fækkun bílastæða í miðbænum hafi torveldað aðgengi fólks að veitingastöðum og þannig þyngist róðurinn enn frekar. „Borgaryfirvöld hafa verið að hamast við það að brjóta niður aðgengi að miðbænum. Borgarlínan er góð og gild í mínum huga en það er ekki hægt að byrja fyrst á því að fjarlægja bílastæði og ætla að bæta aðgengið síðar meir,“ segir Þórir. „Veitingastaðirnir eru að flýja miðbæinn og af góðri ástæðu.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent