Þróaði blekkingaraðferð fyrir maraþonhlaupara Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 08:00 Þórarinn ætlar í hálft maraþon eftir morgundaginn og halda þeim vana að hlaupa langt einu sinni á ári. Fréttablaðið/Valli Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst verða í bænum. „Kona mín og synir eru búin að skipuleggja einhvern fagnað sem verður bara í lok mánaðarins og ég veit ekki mikið um. Það verður ekkert um að vera í dag nema hvað ég gef út bók sem heitir Til í að vera til. Það er ljóðabók, eða kannski frekar vísnakver, og það verður útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti klukkan fimm, þangað eru allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru stökur og limrur og svona stuttar hugleiðingar á bundnu formi ýmiss konar, sjötíu stykki í tilefni dagsins.“ Þann 24. ágúst, á Menningarnótt, ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá mér að hlaupa svona langt einu sinni á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað sérstaka blekkingaraðferð til að ná því markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kílómetra vandræðalaust, það veit ég. Þegar síðan kemur að þessu Reykjavíkurmaraþoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega tíu kílómetra og segi við sjálfan mig fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með þann sprett þá bara segi ég þetta aftur: „Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kílómetra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í viðbót og þá er einungis einn eftir til að ná hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“ Þórarinn segist hafa verið svo heppinn bæði þegar hann varð fimmtugur og sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst mér einhvern veginn ekki að miða nógu vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann og kveðst hlaupa til styrktar minningarsjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Það er sjóður sem verðlaunar frábæra músíkanta á hverju ári. Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafninu á uppvaxtarárum sínum og síðar á Bessastöðum, inntur eftir afmælum hans þar svarar hann: „Flest bernskuafmæli sem ég man eftir voru meðan ég var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var splæst kakói á allan krakkaskarann og afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni viðhöfn var ef ég var staddur í bænum, enda allir skólafélagar og vinir staddir víðsfjarri út um allar trissur. Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gullbringa. Spurður hvort hann hafi dvalið þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við höfum pendlað dálítið á milli. Það er ýmsum erindum og skyldum að sinna hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir öllu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Það stemmir, ég er sjötugur,“ segir Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og skáld, hressilega, spurður út í merkisafmælið sem hann á í dag. Hann kveðst verða í bænum. „Kona mín og synir eru búin að skipuleggja einhvern fagnað sem verður bara í lok mánaðarins og ég veit ekki mikið um. Það verður ekkert um að vera í dag nema hvað ég gef út bók sem heitir Til í að vera til. Það er ljóðabók, eða kannski frekar vísnakver, og það verður útgáfuhóf í Eymundsson í Austurstræti klukkan fimm, þangað eru allir velkomnir.“ Um nýlegar yrkingar er að ræða, að sögn skáldsins. „Þetta eru stökur og limrur og svona stuttar hugleiðingar á bundnu formi ýmiss konar, sjötíu stykki í tilefni dagsins.“ Þann 24. ágúst, á Menningarnótt, ætlar Þórarinn að hlaupa hálft maraþon í nítjánda skipti. „Það er fastur siður hjá mér að hlaupa svona langt einu sinni á ári,“ segir hann og kveðst hafa þróað sérstaka blekkingaraðferð til að ná því markmiði. „Ég get alltaf hlaupið tíu kílómetra vandræðalaust, það veit ég. Þegar síðan kemur að þessu Reykjavíkurmaraþoni þá bara hleyp ég ósköp einfaldlega tíu kílómetra og segi við sjálfan mig fyrst: „Þetta er ekkert mál, þú veist að þú getur þetta alltaf.“ Þegar ég er búinn með þann sprett þá bara segi ég þetta aftur: „Þú veist þú getur alltaf hlaupið tíu kílómetra.“ Svo hleyp ég tíu kílómetra í viðbót og þá er einungis einn eftir til að ná hálfu maraþoni. Þetta svínvirkar!“ Þórarinn segist hafa verið svo heppinn bæði þegar hann varð fimmtugur og sextugur að Reykjavíkurmaraþonið hafi borið upp á afmælisdaginn. „Núna tókst mér einhvern veginn ekki að miða nógu vel, svo það er eftir tvo daga,“ segir hann og kveðst hlaupa til styrktar minningarsjóði sonar síns, Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Það er sjóður sem verðlaunar frábæra músíkanta á hverju ári. Þórarinn átti heima í Þjóðminjasafninu á uppvaxtarárum sínum og síðar á Bessastöðum, inntur eftir afmælum hans þar svarar hann: „Flest bernskuafmæli sem ég man eftir voru meðan ég var í sveit á Tjörn í Svarfaðardal. Þá var splæst kakói á allan krakkaskarann og afmælisbarnið fékk góðar gjafir. Minni viðhöfn var ef ég var staddur í bænum, enda allir skólafélagar og vinir staddir víðsfjarri út um allar trissur. Í grennd við Tjörn á Þórarinn bústað með fjölskyldu sinni, hann nefnist Gullbringa. Spurður hvort hann hafi dvalið þar mikið í sumar svarar hann: „Já, við höfum pendlað dálítið á milli. Það er ýmsum erindum og skyldum að sinna hér syðra, bæði í sambandi við útgáfu og fjölskyldu, passa barnabörn og vaka yfir öllu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Tímamót Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira