Fleinn í holdi Ólafur Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2019 10:30 Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Björn Bjarnason segir á síðu sinni bjorn.is Miðflokkinn hafa misst haldreipi vegna bréfs Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst landsréttarlögmanns og Stefáns Más Stefánssonar, fyrrv. prófessors við lagadeild Háskóla Íslands sem þeir rituðu eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis. Ég get fullvissað Björn Bjarnason um að bréf þeirra veldur mér ekki minnstu vonbrigðum. Kjarninn í bréfinu er að séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman telji þeir „að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga“. Í niðurlagi bréfsíns segir: „Við göngum út frá því að fyrirvarar Íslands samkvæmt framansögðu séu skilmerkilega kynntir viðeigandi aðilum að EES-samningnum með formlegum hætti verði umrædd þingmál samþykkt á Alþingi“. Athygli vekur að þeir víkja ekki orði að þjóðréttarlegu gildi fyrirvaranna. Höfundur bókar um Evrópurétt, prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sagði aðspurður á fundi utanríkismálanefndar 8. maí sl. að þjóðréttarlegt gildi þeirra væri ekkert, þeir væru bara til heimabrúks. Undir þetta álit, sem Davíð Þór ítrekaði á fundi utanríkismálanefndar í liðinni viku, hafa opinberlega tekið fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari. Telur Björn Bjarnason bréf þeirra Friðriks og Stefáns Más bæta einhverju við málið? Að fyrirvararnir séu nægilega kynntir? Snýst orkupakkinn um uppýsingamiðlun og almannatengsl? Sjá má af bréfi Friðriks og Stefáns til utanríkisráðherra 10. apríl sl. að þeir telja vafa leika á þjóðréttarlegu gildi lagalega fyrirvarans en Björn og Áslaug Arna hrósa sigri þegar Friðrik og Stefán Már segja þá skilmerkilega kynnta en minnast ekki orði á þjóðréttarlegt gildi þeirra. Litlu verður Vöggur feginn. Stefán Már og Friðrik Árni staðfestu á fundi utanríkismálanefndar að aðaltillaga þeirra í málinu er sú sem kemur fram í áliti þeirra að taka málið upp á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þeir sögðu leið fyrirvaranna þá næst bestu. Ríkisstjórnin valdi samkvæmt þessu ekki besta kostinn að dómi þessara tveggja lögfræðilegu ráðunauta sinna. Óhögguð standa orð þeirra Friðriks og Stefáns í álitinu að erlend stofnun öðlist ákvörðunarvald sem tekur a.m.k. óbeint til skipulags, nýtingar og ráðstöfunar á mikilvægri orkuauðlind þjóðarinnar. Óhögguð standa orð þeirra að slíkt valdframsal getur ekki talist minni háttar í skilningi viðmiðana sem líta ber til við mat á stjórnskipulegu lögmæti valdframsals tíl alþjóðlegra stofnana á sviði EES-samningsins. Óhögguð standa orð þeirra að þessu megi, með einhverri einföldun, líkja við að ESA væri falið vald til að ákveða leyfilegan hámarksafla ríkja á sviði sjávarútvegs. Já, það er ekki erfitt að skilja hvers vegna lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar er eins og fleinn í holdi Björns Bjarnasonar og annarra stuðningsmanna þriðja orkupakkans.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar