Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. ágúst 2019 10:26 Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. vísir/friðrik þór Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. Þetta staðfesti Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður annars af kaupendunum, í samtali við fréttastofu í morgun. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu. Áfram verður fundað í dag og reynt að ná samningum. „Aðilar hafa verið að ræða hvort það sé einhver grundvöllur til sátta og það er að skýrast á næstunni hvort sá grundvöllur sé til staðar eða ekki. Það liggur ekki endanlega fyrir á þessu stigi,“ segir Sigrún Ingibjörg en kveðst ekki vilja tjá sig um það sem felst í viðræðunum. Hún býst við að þær taki ekki langan tíma. Sigrún segir umbjóðendur sína ekki enn hafa fengið lyklana að íbúð sinni afhenta. „Þetta er auðvitað atriði sem hefur verulega þýðingu í þessum viðræðum og umbjóðendur mínir eru ósáttir. Þeir hefðu talið eðlilegast að fá lyklana afhenta og síðan ræða einhverjar útfærslur en það hefur ekki verið svoleiðis.“Hver er þá staðan núna? „Þau eru bara enn þá á götunni og hafa verið á götunni frá því að þau afhentu húsið sitt í lok júlí þegar þau áttu von á því að fá íbúðina afhenta,“ segir Sigrún. Hún segir engan vafa á því í sínum huga að kaupsamningurinn standi. „Og ef það á að semja þá er verið að semja algjörlega umfram skyldu vegna þess að fólkið er í þessari stöðu og vill fá íbúðina afhenta. En svo þarf að koma í ljós hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:55 með viðtali við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur. Húsnæðismál Tengdar fréttir Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. Þetta staðfesti Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður annars af kaupendunum, í samtali við fréttastofu í morgun. Við þingfestingu málanna í síðustu viku fékk Félag eldri borgara, sem stóð að byggingu íbúðanna, frest til dagsins í dag til þess að skila greinargerð í málinu. Í gærkvöldi var hins vegar fundað langt fram á kvöld til þess að reyna að ná sátt í málinu. Áfram verður fundað í dag og reynt að ná samningum. „Aðilar hafa verið að ræða hvort það sé einhver grundvöllur til sátta og það er að skýrast á næstunni hvort sá grundvöllur sé til staðar eða ekki. Það liggur ekki endanlega fyrir á þessu stigi,“ segir Sigrún Ingibjörg en kveðst ekki vilja tjá sig um það sem felst í viðræðunum. Hún býst við að þær taki ekki langan tíma. Sigrún segir umbjóðendur sína ekki enn hafa fengið lyklana að íbúð sinni afhenta. „Þetta er auðvitað atriði sem hefur verulega þýðingu í þessum viðræðum og umbjóðendur mínir eru ósáttir. Þeir hefðu talið eðlilegast að fá lyklana afhenta og síðan ræða einhverjar útfærslur en það hefur ekki verið svoleiðis.“Hver er þá staðan núna? „Þau eru bara enn þá á götunni og hafa verið á götunni frá því að þau afhentu húsið sitt í lok júlí þegar þau áttu von á því að fá íbúðina afhenta,“ segir Sigrún. Hún segir engan vafa á því í sínum huga að kaupsamningurinn standi. „Og ef það á að semja þá er verið að semja algjörlega umfram skyldu vegna þess að fólkið er í þessari stöðu og vill fá íbúðina afhenta. En svo þarf að koma í ljós hversu langt fólk er tilbúið að ganga til þess.“Fréttin var uppfærð klukkan 10:55 með viðtali við Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Eldri borgarar sæta afarkostum Í síðustu viku voru foreldrar mínir full tilhlökkunar að flytja inn í nýju íbúðina sína. Í dag eru þau brotin og húsnæðislaus. Forsaga málsins er sú að þau festu sér kaup á íbúð í Árskógum sem Félag eldri borgara (FEB) lét byggja fyrir félagsmenn sína. 4. ágúst 2019 20:01
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
Segja starfseminni stefnt í voða ef félagið lendir í málaferlum við félagsmenn Stjórn félags eldri borgara fundaði í kvöld vegna íbúða við Árskóga sem hafa verið í umræðunni síðustu daga. 6. ágúst 2019 20:55