Kveðjan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það var djúp og ástríðufull hugsun að baki athöfninni sem fór fram nýlega við Ok, jökulinn sem nú er horfinn. Þarna var verið að kveðja jökul sem varð hlýnun jarðar að bráð. Sannarlega ekki fyrsta fórnarlamb loftslagsbreytinga sem hafa orðið af manna völdum. Þeir einstaklingar sem fengu þá hugmynd að kveðja Ok og setja upp minningarskjöld um jökulinn voru að senda sterk skilaboð til umheimsins um það neyðarástand sem hefur skapast. Þessi skilaboð rötuðu sannarlega rétta leið því í mörgum af stærstu og áhrifamestu fjölmiðlum heims var fjallað um jökulinn sem nú er horfinn og fólkið sem kvaddi hann. Fréttin birtist á svipuðum tíma og heimspressan skemmti sér dátt við að birta fréttir af nýrri og makalausri hugmynd Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, um að kaupa Grænland. Einn af valdamestu mönnum heims virðist lifa í algjörri veruleikafirringu og segir galna hugmynd vera gott viðskiptatækifæri. Um leið er þetta maður sem afneitar loftslagsbreytingum af mannavöldum. Rétt áður en fréttin um athöfnina við Ok birtist í heimspressunni sýndi Sky fréttaskýringarþátt um afleiðingar skógarhöggs í Amazon-regnskógunum sem forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, leggur blessun sína yfir. Afleiðingarnar eiga eftir að verða skelfilegar. Heimurinn hefur ekki efni á að hafa menn eins og Donald Trump og Jair Bolsonaro við völd. Þeir leggja sína deyðandi hönd á flest sem fyrir þeim verður. Fleiri þeirra líkar finnast á valdastólum víða um heim og afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum. Jörðinni stafar hætta af þessum mönnum. Neyðarástand í loftslagsmálum blasir við öllum sem vilja sjá. Hörmungarnar munu einungis færast í aukana verði ekki brugðist við. Um allan heim eru einstaklingar að leggja sig fram og breyta lífsháttum sínum. Þeir vilja leggja sitt litla lóð á vogarskálar. Jafn fallegt og það er þá nægir það engan veginn. Stórfyrirtæki þurfa líka að leggja sitt af mörkum en því miður eru fæst þeirra tilbúin til þess. Þegar við bætist að ráðamenn víða um heim skeyta engu um hættuna sem að heiminum steðjar þá er engin ástæða til bjartsýni. Eyðingin vegna loftslagsbreytinga mun verða meiri og dauðsföllin fleiri einfaldlega vegna þess að of margir neita að viðurkenna hættuna, sjá enga ástæðu til að breyta lífsháttum sínum og vilja búa við lúxus meðan þeir eru á lífi. Hvað gerist eftir það er seinni tíma vandamál sem kemur þeim ekki við, enda hafa þeir þá kvatt þennan heim eftir að hafa lifað við lúxus. „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera,“ eru orð hins þrautseiga baráttumanns Andra Snæs Magnasonar, rituð á minningarskjöld um Ok, jökulinn sem ekki er lengur til. Það er gott að eiga þau orð rituð. Þau minna á að um allan heim eru einstaklingar sem gera sér fullkomlega grein fyrir ábyrgðinni sem maðurinn ber á hinum eyðandi loftslagsbreytingum. Um leið er mikilvægt að þessi hópur gefist ekki upp í baráttu sem er upp á líf og dauða fyrir mannkynið.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun