Á föstudag töpuðu Börsungar gegn Athletic Bilbao í opnunarleik úrvalsdeildarinnar en hinn 38 ára gamli Aritz Aduriz skoraði með stórkostlegri klippu.
Real Madrid vann svo 3-1 sigur á Celta Vigo á laugardaginn þar sem Gareth Bale lagði meðal annars upp eitt mark í sigri Zinedine Zidane og félaga.
Real er því fyrir ofan Börsunga í töflunni og það hefur ekki gerst síðan 24. maí 2017. Tvö ár, tveir mánuðir og 27 dagar síðan að það gerðist síðast en yfirburðir Börsunga á Spáni hafa verið miklir.
Real Madrid above Barcelona for the first time in 818 days.#LaLiga#RealMadrid#Barcelonapic.twitter.com/YBFBfyoZOJ
— sportreporterz (@sportreporterz) August 19, 2019
Síðan er spurning hvað gerist um næstu helgi. Real Madrid spilar við Real Valladolid á laugardaginn á meðan Barcelona spilar við Real Betis á sunnudagskvöldið.