Áframhaldandi mótmæli marka lengstu mótmælaöldu í Rússlandi í fleiri ár Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2019 15:45 Mótmælin í dag voru mun fámennari en oft áður þar sem fjöldi mótmælenda hefur náð tugþúsundum. Talið er að þessi mótmæli verði þau síðustu fyrir kosningarnar Vísir/AP Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. Mótmælin voru haldin í trássi við fyrra bann stjórnvalda sem hefur verið framfylgt með handtökum á fjölda aðgerðarsinna í mótmælum síðustu vikna. Mótmæli hafa nú staðið yfir í nokkrar vikur í höfuðborginni vegna komandi borgaráðskosninga og marka þau lengstu mótmælaöldu í Rússlandi frá árunum 2011 til 2013, þegar mótmælendur mótmæltu meintu kosningasvindli. Allt að tvö þúsund mótmælendur gengu fylktu liði um götur Moskvu í dag og hrópuðu slagorð á borð við „Rússland mun verða frjálst“ og „Þetta er borgin okkar.“ Fólk hefur safnast saman undanfarnar vikur til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í komandi borgarráðskosningum. Nú er einnig gerð sú krafa að þeim aðgerðarsinnum sem handteknir voru í fyrri mótmælum verði sleppt úr haldi. Kosið verður um öll sæti í borgarráði Moskvu þann 8. september til fimm ára. Borgin er nú undir stjórn flokksins Sameinað Rússland, sem er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum í Kremlin. Kjörstjórn í Moskvu hefur neitað að skrá nokkra frambjóðendur stjórnarandstöðunnar með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki náð að safna nægum gildum undirskriftum í tæka tíð. Frambjóðendurnir segjast þó hafa fullnægt skilyrðunum og að undirskriftir sínar séu gildar. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Þúsundir Rússa flykktust um götur Moskvu í dag til þess að krefjast frjálsra kosninga til borgarráðs þann 8. september næstkomandi. Mótmælin voru haldin í trássi við fyrra bann stjórnvalda sem hefur verið framfylgt með handtökum á fjölda aðgerðarsinna í mótmælum síðustu vikna. Mótmæli hafa nú staðið yfir í nokkrar vikur í höfuðborginni vegna komandi borgaráðskosninga og marka þau lengstu mótmælaöldu í Rússlandi frá árunum 2011 til 2013, þegar mótmælendur mótmæltu meintu kosningasvindli. Allt að tvö þúsund mótmælendur gengu fylktu liði um götur Moskvu í dag og hrópuðu slagorð á borð við „Rússland mun verða frjálst“ og „Þetta er borgin okkar.“ Fólk hefur safnast saman undanfarnar vikur til að krefjast þess að frambjóðendur stjórnarandstöðunnar fái að bjóða sig fram í komandi borgarráðskosningum. Nú er einnig gerð sú krafa að þeim aðgerðarsinnum sem handteknir voru í fyrri mótmælum verði sleppt úr haldi. Kosið verður um öll sæti í borgarráði Moskvu þann 8. september til fimm ára. Borgin er nú undir stjórn flokksins Sameinað Rússland, sem er hliðhollur rússneskum stjórnvöldum í Kremlin. Kjörstjórn í Moskvu hefur neitað að skrá nokkra frambjóðendur stjórnarandstöðunnar með þeim rökstuðningi að þeir hafi ekki náð að safna nægum gildum undirskriftum í tæka tíð. Frambjóðendurnir segjast þó hafa fullnægt skilyrðunum og að undirskriftir sínar séu gildar.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44 Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21 Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Reyna að svipta stjórnarandstæðinga forræði yfir syni sínum Hjón sem segjast hafa átt leið hjá mótmælum í Moskvu fyrir rúmri viku eiga á hættu að missa forræði yfir syni sínum. 6. ágúst 2019 18:44
Ætla að halda mótmælum í Moskvu ótrauð áfram Leiðtogar rússnesku stjórnarandstöðunnar voru handteknir í nótt en stuðningsmenn þeirra ætla ekki að breyta áformum sínum um frekari mótmæli í Moskvu. 25. júlí 2019 11:21
Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna. 28. júlí 2019 14:51