Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lent veiðitímabil rjúpu frá síðasta ári og er því meiri sveigjanleiki í fyrirkomulagi rjúpnaveiða en verið hefur. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunnar.
Veiðitímabil rjúpu árið 2019 verður frá 1. nóvember til 30. Nóvember. Leyft verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags en veiðibann er miðviku- og fimmtudaga.
Í fyrra var fyrirkomulagið annað. Veiðidagar voru 15 talsins sem skiptust niður á fimm helgar í október og nóvember.
Áfram verður í gildi sölubann á rjúpum og eru veiðimenn hvattir til hófsemi í veiðum.
Veiðiverndarsvæði verður áfram á SV-landi líkt og undanfarin ár.
