Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 11:31 Ljósbogi myndaðist í þriðja kerskála álversins í Straumsvík í júlí. Vísir/vilhelm „Í gær voru fyrstu tvö kerin í kerskála þrjú ræst, aðeins á undan áætlun og það er bara mjög ánægjulegt að ná því,“ segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi í samtali við fréttastofu. Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu en upphaflega stóð til að endurræsa skálann í byrjun september. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sagði ákvörðunina um að slökkva á kerinu hafa átt sér langan aðdraganda vegna erfiðleika í áliðnaðinum þar sem erfitt hefði verið að fá súrál. Því neyddist álverið til þess að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum“ sem varð til þess að kerin hafi orðið veik. Lokaákvörðun var svo tekin eftir að ljósboginn myndaðist.Sjá einnig: Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Bjarni Már segir að það gangi vel að endurræsa kerin og það sé ánægjulegt að ferlið sé hafið. Hann á þó ekki von á því að það verði kveikt á nýjum kerjum í dag vegna fjölskylduhátíðar í Straumsvík í dag þar sem haldið er upp á fimmtíu ára afmæli álframleiðslu á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er opin öllum. Hann gerir ráð fyrir því að tvö ker verði ræst á dag og það geti tekið nokkra mánuði að ná öllum skálanum aftur í gang. Það sé hins vegar of snemmt að greina frá því hversu mikið fjárhagstjón fylgdi lokun skálans en reksturinn sé í góðu jafnvægi sem stendur. Síðast var kerskála lokað í tíu vikur árið 2006 en þá nam tjónið um fjórum milljörðum króna. „Það verður gert upp síðar en það er auðvitað mikilvægast að koma framleiðslunni aftur í fullan gang,“ segir Bjarni Már. Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52 Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
„Í gær voru fyrstu tvö kerin í kerskála þrjú ræst, aðeins á undan áætlun og það er bara mjög ánægjulegt að ná því,“ segir Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi í samtali við fréttastofu. Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu en upphaflega stóð til að endurræsa skálann í byrjun september. Rannveig Rist, forstjóri álversins í Straumsvík, sagði ákvörðunina um að slökkva á kerinu hafa átt sér langan aðdraganda vegna erfiðleika í áliðnaðinum þar sem erfitt hefði verið að fá súrál. Því neyddist álverið til þess að reiða sig á súrál frá „óvenjulegum löndum“ sem varð til þess að kerin hafi orðið veik. Lokaákvörðun var svo tekin eftir að ljósboginn myndaðist.Sjá einnig: Ekki séð ljósboga af þessu tagi nokkurn tímann áður Bjarni Már segir að það gangi vel að endurræsa kerin og það sé ánægjulegt að ferlið sé hafið. Hann á þó ekki von á því að það verði kveikt á nýjum kerjum í dag vegna fjölskylduhátíðar í Straumsvík í dag þar sem haldið er upp á fimmtíu ára afmæli álframleiðslu á Íslandi. Fjölskylduhátíðin er opin öllum. Hann gerir ráð fyrir því að tvö ker verði ræst á dag og það geti tekið nokkra mánuði að ná öllum skálanum aftur í gang. Það sé hins vegar of snemmt að greina frá því hversu mikið fjárhagstjón fylgdi lokun skálans en reksturinn sé í góðu jafnvægi sem stendur. Síðast var kerskála lokað í tíu vikur árið 2006 en þá nam tjónið um fjórum milljörðum króna. „Það verður gert upp síðar en það er auðvitað mikilvægast að koma framleiðslunni aftur í fullan gang,“ segir Bjarni Már.
Hafnarfjörður Stóriðja Tengdar fréttir Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52 Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29 Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Kerskáli þrjú verður endurræstur í byrjun september Getur tekið mánuði að koma honum í fullan rekstur. 9. ágúst 2019 12:52
Trúnaðarmaður getur ekkert fullyrt um ljósbogann Trúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík segist ekki hafa fengið upplýsingar um það hvort svokallaður ljósbogi hafi myndast í einum kerskála álversins í gær. 23. júlí 2019 10:29
Landsvirkjun gæti orðið fyrir talsverðu tjóni dragist að kveikja á kerskálanum Stjórnendur álversins í Straumsvík héldu upplýsingafund með starfsfólki álversins um stöðuna í morgun. Nýtt súrál kom í verksmiðjuna í gær og verður það unnið í kerskálum eitt og tvö á næstunni. Sérfræðingur í orkumálum segir stjórnendur álversins undir miklum þrýstingi að koma rekstri kerskála þrjú aftur í rekstur. Ef það dragist lengi geti það þýtt milljarða tjón fyrir verksmiðjuna og Landsvirkjun. 24. júlí 2019 14:00