Megum ekki þola afneitun á glæpum gegn mannkyni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2019 11:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi. Fréttablaðið/Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“ Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður viðstaddur minningarathöfn í Póllandi um helgina. Verður þess minnst að 80 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Pólland sem markaði upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu. Meginathöfnin verður haldin á Pilsudski-torgi í miðborg Varsjár. „Þetta er táknræn athöfn sem hefur þann tilgang að minna okkur á hörmungar styrjaldarinnar,“ segir Guðni. „Þó að miðað sé við þessa dagsetningu, 1. september 1939, er mikilvægt að hafa í huga að aðdragandinn var langur og vert að minnast þess í hvaða ógöngur ofstækisfull þjóðremba getur leitt okkur.“ Guðni segir sameiginlega upplifun þjóða af styrjöldinni mismunandi. „Við Íslendingar máttum þola missi í styrjöldinni. Til að mynda misstum við hlutfallslega jafn mikið af fólki og Bandaríkjamenn en ekki nándar nærri eins mikið og Pólverjar þar sem hörmungarnar voru ólýsanlegar,“ segir hann. Nefnir Guðni að fjölmargir íslenskir sjómenn hafi farist í stríðinu en einnig að efnahagurinn hafi tekið stakkaskiptum til hins betra. „Á Íslandi var lokaskrefið til sjálfstæðis tekið á meðan önnur smáríki misstu sjálfstæði sitt.“ Þó að seinni heimsstyrjöldin færist sífellt fjær okkur, tímalega séð, er hún enn notuð í pólitískum tilgangi. „Sagan er vopn í samtímanum og henni er hiklaust beitt í umræðunni sem er sjálfsagt mál,“ segir Guðni. „Sagan verður ekki sögð í eitt skipti fyrir öll. Öllum þjóðum er mikilvægt að leyfa ólíkum skoðunum að koma fram og hefta ekki rannsóknir á liðinni tíð. En ekkert stjórnmálaafl má hafa einkarétt á sögunni og við megum aldrei falla í þá gryfju afstæðishyggju að þola afneitun á glæpum gegn mannkyni.“ Helförin, iðnaðarmorð nasistanna, koma til tals. „Það eru til staðreyndir sem við megum ekki láta hverfa í móðu ólíkra skoðana. Við verðum að geta sagt: Þetta gerðist og þér er ekki heimilt að afneita því.“ Þann 23. ágúst minntust utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, Póllands og Rúmeníu griðasáttmálans á milli Hitlers og Stalíns, sem kenndur er við utanríkisráðherrana Ribbentrop og Molotov. Í leyniviðauka var Austur-Evrópu skipt upp í áhrifasvæði stórveldanna. Póllandi var skipt í tvennt, og sumarið 1940 innlimuðu Sovétríkin Eystrasaltsríkin og hluta Rúmeníu. „Ég taldi mér það ljúft og skylt að senda kollegum mínum í Eystrasaltsríkjunum kveðju og minntist á góð samskipti þeirra og Íslands eftir sjálfstæðisheimtina árið 1991,“ segir Guðni. „Jafnframt hversu mikilvæg tímamót það voru á sama degi árið 1989. Þá tóku íbúar þessara landa höndum saman í bókstaflegri merkingu, frá norðurströnd Eistlands til suðurlandamæra Litháen, og minntu á þennan ferlega gjörning.“ Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og hafa þau verið sérlegar vinaþjóðir okkar síðan. „Saga þessara ríkja í seinni heimsstyrjöld var hörmungarsaga. Þau áföll sem við urðum fyrir blikna í samanburðinum,“ segir Guðni. „Ofsi og illska Hitlers Þýskalands og Sovétríkja Stalíns er ofar öllu, en um leið gerist saga einstakra ríkja flókin því þeir voru til í Eistlandi, Lettlandi og Litháen sem tóku þátt í þjóðarmorðum við hlið nasista. Það er brýnt að sá þáttur falli ekki í þagnargildi um leið og við minnumst þeirra hörmunga sem þjóðirnar þurftu að þola.“
Forseti Íslands Pólland Utanríkismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira