Tollvörður varð fyrir eitrun við skoðun á hraðsendingu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:30 Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tollvörður hjá Tollgæslunni þurfti að leita á slysadeild til aðhlynningar eftir að hafa orðið fyrir áhrifum eitrunar af hreinum nikótínvökva sem reynt var að smygla til landsins. Aðstoðaryfirtollvörður segir að það sé nokkuð algengt að reynt sé að smygla slíkum vökva til landsins og að hann sé ekki í viðurkenndum umbúðum, sem auki á hættu. Málið kom upp í upphafi vikunnar þegar tollvörðurinn var að skoða hraðsendingar hingað til lands. Aðstoðaryfirtollvörður segir að umrædd sending hafi verið tekin til nánari skoðunar vegna innihaldsins. Í ljós kom hreinn nikótínvökvi. „Við meðhöndlun á varningnum, þegar það er verið að koma honum fyrir í geymslu, á sér stað smit. Umbúðir ótryggar og tollvörður verður fyrir eitrunaráhrifum,“ segir Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörður.Baldur Höskuldsson, aðstoðaryfirtollvörðurVísir/Baldur HrafnkellInnöndun og bein snerting við nikótínvökva getur verið stórskaðleg Ekki hafi reynst unnt að mæla styrkleika vökvans en einkenni hafi fljótlega komið fram í formi höfuðverks og uppkasta. Nikótínvökvi getur verið banvænn sé hans neytt á annan hátt en leiðbeiningar segja til um. Þá getur innöndun og snerting við hreinan vökva verið stórskaðleg. „Oft og tíðum þegar við erum með nikótínvökva, sérstaklega þennan hreinni nikótínvökva sem við erum að vinna með, er hann í umbúðum sem eru ekki merktar sem slíkar,“ segir Baldur. Baldur segir að þegar grunur vakni um innanhald slíkra sendinga séu tollverðir meðvitaðir um hættuna sem fylgi nikótínvökvanum. Eftir uppákomuna í upphafi vikunnar hafi Vinnueftirlitið verið kallað til þar sem starfsaðstæður voru metnar.Dæmu um hvernig sterkum nikótínvökva er reynt að smygla til landsins.TollgæslanNikótínvökvin í umbúðum sem eru ekki tryggar Baldur segir það nokkuð algengt að reynt sé að smygla nikótínvökva til landsins en á árunum 2017 og 2018 hefur Tollgæslan lagt hald á fimm hundruð og tuttugu lítra í átján málum. „Þessir fimm hundruð og tuttugu lítrar sem að ég er að tala um eru allt sendingar sem komu hingað undir röngum formerkjum. Annað hvort hefur varan ekki verið rétt tilgreind eða hún verið í umbúðum sem bera það ekki með sér hvert innihald þeirra er. En síðan er ótalinn allur sá vökvi sem við stöðvum sem er rétt tilgreindur og við stöðvum innflutning á,“ segir Baldur.Áttið þið ykkur á því í hvaða tilgangi innflytjendur eru að nota þennan vökva og þá svona sterkan? „Við getum svo sem einungis hugleitt það en mig grunar að þetta sé til þess að blanda sinn eigin styrkleika af rafsígarettuvökva,“ segir Baldur.Sem er ekki löglegt? „Sem er yfir þeim mörkum sem er notast við á markaði í dag,“ segir Baldur.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15 Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. 21. ágúst 2019 12:15
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30