Sjávarútvegsráðherra getur ekki lengt strandveiðitímabilið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 11:44 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist ekki geta lengt strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á hann að gera. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir það ekki á sínu valdi að framlengja strandveiðitímabilið líkt og strandveiðimenn hafa skorað á ráðherra að gera. Strandveiðitímabilinu lauk í gær og tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu voru um níutíu og eitt prósent heildaraflans veidd samanborið við níutíu og sex prósent í fyrra. Sexhundruð níutíu og tvö leyfi voru gefin út til strandveiða í ár en flest voru þau árið tvö þúsund og sextán eða sexhundruð og sjötíu. Strandveiðisjómenn hafa kallað eftir því að sjávarútvegsráðherra framlengi tímabilið, en í dag er hverjum strandveiðibát heimilt að stunda veiðar í tólf veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst. Gerðar voru breytingar á strandveiðikerfinu í fyrra. Í stað þess að úthluta kvóta fyrir hvert veiðisvæði var landið allt gert að einum potti en sumir töldu að með breytingunum mundi það bitna á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars, sem það virðist hafa gert. Á Hólmavík segja heimamenn að strandveiðin hafi sjaldan verið jafn slök og í ár.Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísir/VilhelmÞarf lagabreytingu ef lengja á strandveiðitímabilið Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að alþingi hafi gengið frá lögum um strandveiðar síðasta vetur þar sem dregin séu ákveðin mörk við lok strandveiðitímabilsins, erfitt sé fyrir ráðherra að bregðast við áskorun strandveiðimanna. „Það kallar á lagabreytingu ef að það á að bregðast við slíkri áskorun. Ráðherra hefur ekkert lagasetningarvald og er bundin af þeim lögum sem að þingið setur,“ segir Kristján. Kristján segir að það kunni að vera að breyta þurfi lögunum. „Það sem að ræður mestu um þetta er náttúran sjálf, tíðarfarið og hins vegar fiskigöngur. það er kannski stóri leikarinn í því hvers vegna aflinn sem að markaðurinn var næst ekki að þessu sinni,“ segir Kristján. Kristján tekur ekki undir áhyggjur strandveiðimanna um að landið allt hafi verið gert að einum potti hvað varðar heildarafla, sem sumir telja að bitni á svæðum þar sem veiði er mest seinni part sumars. „Mér finnst þær breytingar sem gerðar hafa verið, þar sem að búið er að bæta verulega í aflaheimildir í strandveiðum, að í heildina hafi gengið ágætlega og markmiðið með þessum breytingum sem gerðar hafa verið hafi gengið ágætlega upp,“ segir Kristján.Strandveiðimönnum tókst ekki að fullnýta veiðiheimildir annað árið í röð.Vísir/Vilhelm
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Strandveiðin á Hólmavík sjaldan jafn slök og nú Ólíklegt er að strandveiðimönnum takist að fullnýta veiðiheimildir á yfirstandandi veiðitímabili, sem fer senn að ljúka. Þeir vilja að sjávarútvegsráðherra lengi tímabilið fram í september þar til aflaheimild hefur verið náð. 29. ágúst 2019 21:33