Árétta að ekkert liggi fyrir um að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er iðnaðarráðherra og fer með orkumálin í ríkisstjórninni. vísir/vilhelm Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. Tilefni tilkynningarinnar er frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað er um skrif breska blaðsins Financial News um sæstrengsverkefnið. Í frétt Morgunblaðsins segir orðrétt að áform ASC hafi þegar uppfyllt kröfur sem gerðar séu í þeim efnum samkvæmt íslenskum lögum“ og að „það sem einkum vanti sé grænt ljós frá breskum stjórnvöldum“. Vegna þessa vill atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið árétta eftirfarandi:• Engar forsendur eru til að fullyrða að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur.• Íslenskt regluverk um sæstrengi er mjög takmarkað. Ljóst er að til þess að af slíku verkefni geti orðið þarf að gera margvíslegar lagabreytingar, til að mynda um skipulagsmál, umhverfislega þætti og fleira. Eðli málsins samkvæmt er útilokað að meta hvort verkefni ASC muni samræmast reglur sem ekki hafa verið settar.• Ástæða er til að árétta að þriðji orkupakkinn er því fjarri því að innihalda fullnægjandi regluverk til að sæstrengur geti orðið að veruleika og hann tekur ekki ákvörðunarvald um lagningu nýrra strengja af íslenskum stjórnvöldum.• Augljóst er að verkefni ASC hefur ekki heldur hlotið það samþykki Alþingis sem verður skilyrði fyrir lagningu sæstrengs verði lagafrumvarp og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þess efnis samþykkt.• Fulltrúar ASC hafa á undanförnum árum að eigin frumkvæði kynnt áform sín á nokkrum fundum með ráðuneytinu. Engir fundir hafa verið haldnir að frumkvæði ráðuneytisins, engar formlegar viðræður hafa átt sér stað og ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins. Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið áréttar í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að ekkert liggi fyrir um það að verkefni félagsins Atlantic Superconnection (ASC) um að leggja sæstreng á milli Íslands og Bretlands muni uppfylla íslenskar kröfur. Tilefni tilkynningarinnar er frétt Morgunblaðsins þar sem fjallað er um skrif breska blaðsins Financial News um sæstrengsverkefnið. Í frétt Morgunblaðsins segir orðrétt að áform ASC hafi þegar uppfyllt kröfur sem gerðar séu í þeim efnum samkvæmt íslenskum lögum“ og að „það sem einkum vanti sé grænt ljós frá breskum stjórnvöldum“. Vegna þessa vill atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið árétta eftirfarandi:• Engar forsendur eru til að fullyrða að sæstrengsverkefni ASC muni uppfylla íslenskar kröfur.• Íslenskt regluverk um sæstrengi er mjög takmarkað. Ljóst er að til þess að af slíku verkefni geti orðið þarf að gera margvíslegar lagabreytingar, til að mynda um skipulagsmál, umhverfislega þætti og fleira. Eðli málsins samkvæmt er útilokað að meta hvort verkefni ASC muni samræmast reglur sem ekki hafa verið settar.• Ástæða er til að árétta að þriðji orkupakkinn er því fjarri því að innihalda fullnægjandi regluverk til að sæstrengur geti orðið að veruleika og hann tekur ekki ákvörðunarvald um lagningu nýrra strengja af íslenskum stjórnvöldum.• Augljóst er að verkefni ASC hefur ekki heldur hlotið það samþykki Alþingis sem verður skilyrði fyrir lagningu sæstrengs verði lagafrumvarp og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þess efnis samþykkt.• Fulltrúar ASC hafa á undanförnum árum að eigin frumkvæði kynnt áform sín á nokkrum fundum með ráðuneytinu. Engir fundir hafa verið haldnir að frumkvæði ráðuneytisins, engar formlegar viðræður hafa átt sér stað og ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins.
Alþingi Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15