Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 30. ágúst 2019 08:24 Mótmælendum hefur meðal annars tekist að trufla flugsamgöngur. Getty/SOPA Images Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15