Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2019 07:30 Örlygur hefur rekið Hotel Cape á Húsavík ásamt fjölskyldu sinni í mörg ár. Norcidphotos/Getty Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA. Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45