Litríkur þingforseti leggur hempuna á hilluna Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2019 16:07 Bercow var upphaflega þingmaður Íhaldsflokksins en hefur bakað sér óvinsældir flokksins vegna framgöngu sinnar í tengslum við Brexit. Vísir/EPA John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
John Bercow, forseti neðri deildar breska þingsins, tilkynnti í dag að hann ætlaði sér að láta af embættinu á næstu vikum. Hann varaði ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra á sama tíma við því að „niðurlægja“ þingið. Þingforsetinn hefur verið umdeildur, ekki síst í þeim hatrömmu deilum sem hafa geisað í þinginu vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Bercow, sem hefur setið á þingi frá árinu 1997 og verið þingforseti frá 2009, er talinn hafa beygt þingsköp til að leyfa þingmönnum að andæfa stefnu ríkisstjórnarinnar í útgöngumálum. Hluti þingheims veitti Bercow standandi lófaklapp þegar hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag. Sagðist hann ekki ætla að bjóða sig fram til endurkjörs samþykki þingið tillögu Johnson forsætisráðherra um að boða til kosninga í næsta mánuði.Sjá einnig:Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Líklegra er þó að þingið felli tillöguna um kosningar. Í því tilfelli sagðist Bercow ætla að hætta 31. október, sama dag og Bretar eiga að yfirgefa ESB að óbreyttu. „Við niðurlægjum þetta þing á eigin ábyrgð,“ sagði Bercow þegar hann greindi frá brotthvarfi sínu. Þingfundum verður frestað í mánuð eftir daginn í dag samkvæmt ákvörðun Johnson forsætisráðherra. Sú ákvörðun var talin tilraun hans til að koma í veg fyrir að þingið samþykkti frumvarp sem bannaði honum að draga Bretland úr Evrópusambandinu án samnings."This has been the greatest privilege and honour of my professional life"John Bercow receives a standing ovation from MPs, as he announces his intention to stand down as House of Commons Speakerhttps://t.co/e3Shcat2ql pic.twitter.com/TqtEmoI9yE— BBC Politics (@BBCPolitics) September 9, 2019 Bercow hefur vakið mikla athygli langt út fyrir landsteinana vegna tilþrifa hans úr forsetastólnum. Hann er þekktur fyrir að skipa þingmönnum að róa sig á litríkan og oft kíminn hátt eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53 Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Corbyn sakaður um að hafa kallað May „heimska konu“ Talsmaður Verkamannaflokksins hafnar því að leiðtogi hans hafi haft uppi kvenfyrirlitningu í þingsal. 19. desember 2018 15:53
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05