Aðeins fjórar ár yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 9. september 2019 10:45 Eystri Rangá er aflahæst í sumar. Hér er Árni Kristinn með einn af stærstu löxunum úr ánni í fyrra. Mynd: Árni Kristinn Skúlason FB Það sígur hægt að lokum þessar veiðisumars sem verður líklega lengi minnst sem eitt versta þurrkasumar allra tíma. Það er eiginlega erfitt að horfa upp á heildarveiðitölur úr ánum inná vef Landssambands Veiðifélaga, www.angling.is en tölurnar þar segja þó ekki nema hálfa söguna. Ár eins og Langá, Þverá Kjarrá og Laxá í Dölum hafa sýnt það eftir að það fór að rigna að þær eiga nokkuð inni. Það sýnir t.d. 120 laxa holl í Laxá í Dölum 90 laxa vika í Langá og jöfn veiði frá því að það fór að hækka í Þverá og Kjarrá. Á listanum yfir aflahæstu árnar eru aðeins fjórar ár komnar yfir 1.000 laxa og aðeins ein yfir 2.000 laxa en það er Eystri Rangá en heildarveiðin í henni þegar tölur voru síðast birtar var 2.782 laxar og er hún lang aflahæst yfir árnar í sumar og veiði í henni líkur ekki fyrr en í lok október. Árnar sem eru komnar yfir 1.000 laxa eru svo Selá í Vopnafirði en hún er búin að eiga afbragðs sumar og er með langhæstan fjölda laxa per stöng í sumar og með heildarveiði upp á 1.391 geta þeir sem að ánni koma vel við unað. Ytri Rangá hefur skilað 1.364 löxum og hún á kannski möguleika á að teygja sig að 2.000 löxum en það er ansi ólíklegt að hún fari yfir það. Hún hefur verið langt undir væntingum í sumar. Miðfjarðará er síðan með 1.324 laxa og þar gæti talan hækkað meira því haustveiðin þar er oft mjög góð. Þverá og Kjarrá eiga kannski möguleika á að ná 1.000 löxum en veiðin þar er komin í 907 laxa síðasta miðvikudag en að sama skapi eins og í Miðfjarðará getur endaspretturinn oft verið mjög góður. Nýjar tölur verða birtar á vefnum næsta miðvikudag og það verður fróðlegt að sjá hvernig haustveiðin er að koma inn. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Það sígur hægt að lokum þessar veiðisumars sem verður líklega lengi minnst sem eitt versta þurrkasumar allra tíma. Það er eiginlega erfitt að horfa upp á heildarveiðitölur úr ánum inná vef Landssambands Veiðifélaga, www.angling.is en tölurnar þar segja þó ekki nema hálfa söguna. Ár eins og Langá, Þverá Kjarrá og Laxá í Dölum hafa sýnt það eftir að það fór að rigna að þær eiga nokkuð inni. Það sýnir t.d. 120 laxa holl í Laxá í Dölum 90 laxa vika í Langá og jöfn veiði frá því að það fór að hækka í Þverá og Kjarrá. Á listanum yfir aflahæstu árnar eru aðeins fjórar ár komnar yfir 1.000 laxa og aðeins ein yfir 2.000 laxa en það er Eystri Rangá en heildarveiðin í henni þegar tölur voru síðast birtar var 2.782 laxar og er hún lang aflahæst yfir árnar í sumar og veiði í henni líkur ekki fyrr en í lok október. Árnar sem eru komnar yfir 1.000 laxa eru svo Selá í Vopnafirði en hún er búin að eiga afbragðs sumar og er með langhæstan fjölda laxa per stöng í sumar og með heildarveiði upp á 1.391 geta þeir sem að ánni koma vel við unað. Ytri Rangá hefur skilað 1.364 löxum og hún á kannski möguleika á að teygja sig að 2.000 löxum en það er ansi ólíklegt að hún fari yfir það. Hún hefur verið langt undir væntingum í sumar. Miðfjarðará er síðan með 1.324 laxa og þar gæti talan hækkað meira því haustveiðin þar er oft mjög góð. Þverá og Kjarrá eiga kannski möguleika á að ná 1.000 löxum en veiðin þar er komin í 907 laxa síðasta miðvikudag en að sama skapi eins og í Miðfjarðará getur endaspretturinn oft verið mjög góður. Nýjar tölur verða birtar á vefnum næsta miðvikudag og það verður fróðlegt að sjá hvernig haustveiðin er að koma inn.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði